Margar ár standa ekki undir væntingum

Fallegur nýrunninn lax úr Eystri-Rangá. Vikuveiðin þar var um sex …
Fallegur nýrunninn lax úr Eystri-Rangá. Vikuveiðin þar var um sex hundruð laxar. Ljósmynd/Aðsend

Laxveiðisumarið 2020 fer í sögubækurnar sem eitt af þeim árum þar sem margar laxveiðiár stóðu ekki undir væntingum. Landssamband veiðifélaga hefur birt veiðitölur fyrir síðustu viku og þar má glögglega sjá hversu margar ár eru hreinlega í vandræðum. Vikuveiði í Norðurá var þannig einungis 25 laxar. Ár eins og Þverá/Kjarrá og Grímsá eru alls ekki að skila þeirri veiði sem væntingar stóðu til. Borgarfjörðurinn virðist vera mikið áhyggjuefni þar sem er nú annað árið í röð sem veldur vonbrigðum.

Ár á Mýrunum eru að skila ágætri veiði og sama má segja um Vopnafjörðinn. Þá er Miðfjarðará að gera mun betur en nágrannar á Vesturlandi. Þannig skilaði hún vikuveiði upp á tvö hundruð laxa. 

Eystri-Rangá er í efsta sæti yfir laxveiðiár og byggir sú á alfarið á seiðasleppingum. Um sex hundruð laxar veiddust í Eystri í síðustu viku. Systuráin sú Ytri er mun rólegri og skilaði hún innan við tvö hundruð löxum.

Affallið í Landeyjum er á siglingu en sú á er borin uppi af seiðasleppingum.

Listinn yfir aflahæstu árnar breytist lítið milli vikna og eru efstu árnar sem fyrr stóru vatnsföllin á Suðurlandi. Miðfjarðará er í þriðja sæti á eftir Ytri-Rangá. Þá er Affallið komið í fimmta sætið á eftir Urriðafossi. 

Miðfjarðará er fyrsta náttúrulega laxveiðiáin sem fer upp fyrir þúsund laxa í sumar. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Miðfjarðará Erik Koberling 18. september 18.9.
104 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 18. september 18.9.
100 cm Miðfjarðará Páll Guðmundsson 15. september 15.9.
101 cm Víðidalsá Hörður Sigmarsson 15. september 15.9.
108 cm Vatnsdalsá Ingólfur Davíð Sigurðsson 10. september 10.9.
103 cm Vatnsdalsá Nils Folmer Jörgensen 9. september 9.9.
100 cm Hrútafjarðará Gísli Vilhjálmsson 9. september 9.9.

Skoða meira