Fleiri skemmtilegar veiðimyndir

Brynjar Freyr Garðarsson kastar á fiska neðan við Hagafoss í …
Brynjar Freyr Garðarsson kastar á fiska neðan við Hagafoss í Geirlandsá. Regnboginn kryddar þessa mynd skemmtilega. Ljósmynd/Styrmir Gauti Fjeldsted

Veiðimenn hafa verið duglegir að senda inn myndir frá sumrinu í veiðimyndasamkeppni Veiðihornsins, Árvakurs og Sporðakasta. Hér birtum við nokkrar skemmtilegar sem hafa borist. 

Fyrsta myndin er tekin við Hagafoss í Geirlandsá. „Veðrið lék við okkur þennan daginn, 20 gráður, sól og logn. Gangan þarna uppeftir er krefjandi en þó hverrar mínútu virði,“ skrifaði myndasmiðurinn Styrmir Gauti Fjeldsted í pósti til Sporðakasta.

Veiðimaðurinn Brynjar Freyr Garðarsson rennir þarna flugu fyrir fiskinn sem vildi þó ekki taka þennan daginn.

Gilin í Efri Haukadalsá eru tilkomumikil. Veiðimaðurinn er Aron Brandsson.
Gilin í Efri Haukadalsá eru tilkomumikil. Veiðimaðurinn er Aron Brandsson. Ljósmynd/Eysteinn Hjálmarsson

 

Hér er svo mynd sem tekin var í Efri-Haukadalsá, Eysteinn Hjálmarsson tók hana. Á myndinni má sjá bjartsýnan veiðimann renna fyrir lax í giljum Efri-Hauku, veiðimaðurinn heitir Aron Brandsson. Einnig fylgir mynd sem sannar að lax sé kominn upp í Efri-Haukadal í byrjun júlí. 

Þessi lax var mættur í Efri Hauku í byrjun júlí.
Þessi lax var mættur í Efri Hauku í byrjun júlí. Ljósmynd/Eysteinn Hjálmarsson

 

Í sum­ar veit­um við verðlaun fyr­ir fjóra flokka mynda. Þeir eru eft­ir­far­andi. Ung­ir veiðimenn, Veiðikon­ur, Stór­ir fisk­ar og loks Veiðimynd árs­ins.

Veg­leg verðlaun verða veitt í hverj­um flokki:

Ung­ir veiðimenn –  Red­ingt­on-krakkaflugu­veiðipakki. ​

Veiðikon­ur – Simms G3 Gui­de Gore-tex-dömuveiðijakki. ​

Stór­ir fisk­ar – Mc­le­an-háf­ur með inn­byggðri vigt.

Veiðimynd árs­ins – Sage Igniter-ein­henda.

All­ar mynd­ir sem send­ar eru til þátt­töku er gjald­geng­ar og mun dóm­nefnd skipuð reynslu­boltum, bæði í veiði og ljós­mynd­un, fara yfir og meta hvern flokk fyr­ir sig.

Þær mynd­ir sem send­ar eru inn er heim­ilt að birta í ár­legu riti Veiðihorns­ins, Veiði 2021, og/​​​eða öðrum aug­lýs­ing­um Veiðihorns­ins  Með því að senda mynd samþykk­ir ljós­mynd­ari slíka notk­un á henni.

Senda skal mynd­irn­ar í góðri upp­lausn á net­fangið eggert­skula@mbl.is. Greina skal frá hvar mynd­in er tek­in og hvað var að ger­ast. Þá er nauðsyn­legt að fá nöfn þeirra sem eru á mynd­inni og ekki síst hver tók hana, því það er sá sem hlýt­ur verðlaun­in ef vel tekst til.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert