Stórar laxatorfur í Eyjafjarðará

Elli Steinar með einn 75 sentímetra sjóbirting úr Eyjafjarðará. Bleikjan …
Elli Steinar með einn 75 sentímetra sjóbirting úr Eyjafjarðará. Bleikjan hefur verið aðalsmerki Eyjafjarðarár til þessa og einnig góðir sjóbirtingar. Nú er hins vegar laxagengd að aukast. Er það kostur? Ljósmynd/Aðsend

„Ég hef aldrei séð svona mikið af laxi í Eyjafjarðará. Mikið af smálaxi hefur sést á öllum neðri svæðum árinnar og svo eru stórir lurkar innan um,“ sagði Jón Gunnar Benjamínsson í samtali við Sporðaköst. Jón Gunnar er stjórnarmaður í Veiðifélagi Eyjafjarðarár.

Hann var spurður hvort hann hefði skýringu á þessu. Hann sagði að undanfarin fjögur ár hefðu menn orðið varir við smálax en „ekki í svona miklu magni“.

Þá er bleikjan loksins mætt og eru menn að fá í bland við þær stóru eins til tveggja punda silfurnálar.

„Stóra bleikjan er að gefa sig á efstu svæðunum og virðist hafa gengið mjög seint.“

Hnúðlaxapar og íslenskur (neðst) úr Eyjafjarðará í fyrra. Nú er …
Hnúðlaxapar og íslenskur (neðst) úr Eyjafjarðará í fyrra. Nú er enginn hnúðlax en mikið af þessum hefðbundna. Ljósmynd/Snævarr

Aðdáendur Eyjafjarðarár höfðu miklar áhyggjur af hversu lítið gekk af bleikju framan af veiðitíma en nú virðist allt vera að komast í eðlilegt horf hvað varðar bleikjuna. Hins vegar er þessi mikla laxagengd nýjung og þegar eru farnir að bókast laxar í ánni.

Það er sennilega einsdæmi að komast í góðan séns í laxi fyrir fjögur þúsund krónur á vaktina, eins og tilboð veiðifélags Eyjafjarðarár hljóðar upp á. 

Nú er hægt að skrá alla veiði rafrænt og hvetur Jón Gunnar veiðimenn til að gera það strax að loknum veiðidegi svo það gleymist ekki.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira