Tveir laxar í einu kasti – myndband

Það gerist ekki oft að veiðimenn landi tveimur löxum í einu og sama kastinu. Það gerðist þó í gær í Ytri-Rangá á veiðistaðnum Heiðarbrún. Rúnar Marinó Ragnarsson gat ekki ákveðið hvort hann ætti að kasta spún eða flugu, þannig að hann setti undir á endanum svartan Toby og var með flugu sem dropper.

Myndatökumaðurinn var líka að brasa við að sporðtaka þannig að á köflum er myndbandið töluvert hreyft. En þeir voru býsna kátir með þetta kallarnir, eins og heyra má.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert