Tveir laxar í einu kasti – myndband

Það gerist ekki oft að veiðimenn landi tveimur löxum í einu og sama kastinu. Það gerðist þó í gær í Ytri-Rangá á veiðistaðnum Heiðarbrún. Rúnar Marinó Ragnarsson gat ekki ákveðið hvort hann ætti að kasta spún eða flugu, þannig að hann setti undir á endanum svartan Toby og var með flugu sem dropper.

Myndatökumaðurinn var líka að brasa við að sporðtaka þannig að á köflum er myndbandið töluvert hreyft. En þeir voru býsna kátir með þetta kallarnir, eins og heyra má.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira