Stillur og stórurriðar

Fallegur sumardagur við Norðurá.
Fallegur sumardagur við Norðurá. ljósmynd/Jón Ragnar Reynisson

Skemmtilegar og ólíkar myndir halda áfram að berast í ljósmyndasamkeppni mbl, Veiðihornsins og Sporðakasta. Við höfum af og til birt nokkrar myndir af handahófi af þeim myndum sem hafa borist.

Fyrsta myndin er af fallegum sumardegi í Norðurá. Stafalogn og áin eins og spegill. Myndasmiður er Jón Ragnar Reynisson.

Kvíslarveitur. Þeir félagar gerður góð ferð þar efra og lönduðu …
Kvíslarveitur. Þeir félagar gerður góð ferð þar efra og lönduðu 25 urriðum. Ljósmynd/Ásgeir Ólafsson

Af svipuðum toga er myndin úr Kvíslarveitum. Daníel Jakob er þarna við veiðar á góðviðrisdegi inni í Kvíslarveitum í júlí núna í sumar. „Frábær dagur þar sem við vorum þrír félagar með 25 fína urriða.“ Myndina tók Ásgeir Ólafsson.

Stórfiskur af ísaldarkyni sem Sigurður Freyr veiddi í sumar. Urriðanum …
Stórfiskur af ísaldarkyni sem Sigurður Freyr veiddi í sumar. Urriðanum var sleppt. Ljósmynd/Gunnlaugur Jóhann Emilsson
Þessi 16 punda bolti (84 cm) veiddist á maðk og var sjálfsögðu sleppt.
Tók tæpar 10 mínútur að landa enda vanur maður á bak við stöngina.
Veiðimaðurinn heitir Sigurđur Freyr og myndasmiður er Gunnlaugur Jóhann Emilsson.

Í sum­ar veit­um við verðlaun fyr­ir fjóra flokka mynda. Þeir eru eft­ir­far­andi: Ung­ir veiðimenn, Veiðikon­ur, Stór­ir fisk­ar og loks Veiðimynd árs­ins.

Veg­leg verðlaun verða veitt í hverj­um flokki:

Ung­ir veiðimenn – Red­ingt­on-krakka­flugu­veiðipakki. ​

Veiðikon­ur – Simms G3 Gui­de Gore-tex-dömu­veiðijakki. ​

Stór­ir fisk­ar – Mc­le­an-háf­ur með inn­byggðri vigt.

Veiðimynd árs­ins – Sage Igniter-ein­henda.

All­ar mynd­ir sem send­ar eru til þátt­töku eru gjald­geng­ar og mun dóm­nefnd skipuð reynslu­bolt­um, bæði í veiði og ljós­mynd­un, fara yfir og meta hvern flokk fyr­ir sig.

Þær mynd­ir sem send­ar eru inn er heim­ilt að birta í ár­legu riti Veiðihorns­ins, Veiði 2021 og/​​​​eða öðrum aug­lýs­ing­um Veiðihorns­ins. Með því að senda mynd samþykk­ir ljós­mynd­ari slíka notk­un á henni.

Senda skal mynd­irn­ar í góðri upp­lausn á net­fangið eggert­skula@mbl.is. Greina skal frá hvar mynd­in er tek­in og hvað var að ger­ast. Þá er nauðsyn­legt að fá nöfn þeirra sem eru á mynd­inni og ekki síst hver tók hana, því það er sá sem hlýt­ur verðlaun­in ef vel tekst til.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira