Álit sérfræðinga – Besta haustflugan II

Hilmir Víglundsson með flottan lax úr Hölkná. Hans uppáhalds haustfluga …
Hilmir Víglundsson með flottan lax úr Hölkná. Hans uppáhalds haustfluga er Willie Gun. Stærðir fjórtán og sextán. ljósmynd/Valli
Sumir hanna sínar eigin flugur fyrir haustveiðina. Reynir Friðriksson leiðsögumaður er einn þeirra. Hans sterkasta haustfluga er flugan Ester. Hún hefur nýst honum vel og hann er búinn að nota þessa flugu í mörg ár. „Ég hnýti hana bæði sem einkrækju og tvíkrækju og allt niður í fjórtán,“ segir Reynir í samtali við Sporðaköst.
„Já, hún heitir Ester og hefur gefið mér mjög vel. Hún er með tvískiptum væng og gulli á milli. Rauði liturinn er lokkur af elstu dóttur hans Jóhannesar Hinrikssonar í Ytri-Rangá,“ sagði Reynir í samtali við Sporðaköst.
Nafnið Ester kemur frá hárgjafanum, henni Ester. Eins og Reynir orðar það: „Annað nafn kom ekki til greina og liturinn á hári hennar er alger snilld.
Þar sem um er að ræða hár af lifandi manneskju er ljóst að ekki verður farið í fjöldaframleiðslu á frumútgáfunni. En það er hægt að nota eftirlíkingar.
Flugan Ester. Höfundur er Reynir Friðriksson og hún hefur reynst …
Flugan Ester. Höfundur er Reynir Friðriksson og hún hefur reynst honum vel, bæði sem einkrækja og ekki síður sem tvíkrækja. Ljósmynd/Reynir Friðriksson
Reynir M. Sigmundsson, leiðsögumaður í Eystri-Rangá, mælir með Green Highlander. Hann segir að sú fluga hafi oft gefið sér vel. Spurður um stærðir segir hann það fara ofurlítið eftir stöðunni en oftast sé það stærð tólf eða fjórtán.“
Jóhannes Hinriksson, staðarhaldari í Ytri-Rangá, svarar svona: „Svört Frances 1/4 tungstein, ekki kón. Strippa hana rólega. Ég hef veitt vel á hana. Einnig Black Ghost-einkrækja, tek mikið af laxi á hana.“
Kristján Páll Rafnsson hjá Fish Partner velur númer eitt í laxinn, fluguna Undertaker, á þessum tíma. Við spurðum hvort væri saga á bak við það val. Hann nefndi sem dæmi: 
„Ég man eitt sinn fyrir mörgum árum þá var ég í klakveiði í Hrútafjarðará. Ekkert vildi hann taka fyrr en Undertaker fór undir og reddaði það sennilega kreistingunni það haustið.
Einnig hef ég gert gott mót undanfarin ár í Sandá í Þjórsárdal með þessari skæðu flugu.“
Ester að virka í laxi.
Ester að virka í laxi. Ljósmynd/Reynir Friðriksson
Ásgeir Heiðar er gamalreyndur veiðimaður og leiðsögumaður. Hans svar var svona: „Ég er löngu hættur að veiða á haustin, var alltaf lélegur vosbúðarveiðimaður. Notaði áður fyrr Allys Shrimp og Green Highlander. Það voru svona haustlitirnir. Núorðið veiða menn á snældur og kóntúpur enda vatn orðið kalt og fiskur lítið að hreyfa sig.“
Hilmir Víglundsson, leiðsögumaður í Vopnafirði, velur Willie Gun. „Ein af mínum uppáhalds er Willie Gunn ásamt nokkrum öðrum en Willie er mjög ofarlega í mínum huga. Nota mikið fjórtán og sextán og líka sem míkrótúpu. Ég hef fengið marga á hana við allar aðstæður í september, bæði í hita og kulda  miklu vatni og litlu vatni og sól og blíðu,“ sagði Hilmir í samtali við Sporðaköst.
Við munum birta fleiri svör hér á næstunni.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira