Hermdi eftir Bubba og plataði Benderinn

Myndin sem hrekkjalómurinn sendi á Gunnar Bender.
Myndin sem hrekkjalómurinn sendi á Gunnar Bender. Ljósmynd/Aðsend

Saklaust sprell getur gengið of langt. Það sannaðist um helgina þegar óprúttinn aðili hafði samband við Gunnar Bender veiðiskríbent og Sporðaköst. Þetta var á laugardagseftirmiðdegi. Hann kynnti sig sem Ásbjörn Marteins og þóttist hafa veitt 108 sentimetra sjóbirting, þegar hann hafði samband við Gunnar Bender.

Þessi huldumaður hringdi í Gunnar og villti á sér heimildir. Þessi einstaklingur er góð eftirherma og sagðist hann hafa verið að veiða í Meðalfellsvatni, með rödd Bubba Morthens, og landað þar sjóbirtingi sem væri 108 sentimetrar og sennilega stærri.

Þessi sami einstaklingur tilkynnti svo Gunnari að hann væri í stúdíói að taka upp efni og hefði ekki tíma fyrir lengra spjall. Hann er greinilega góð eftirherma því Gunnar Bender trúði því að hann væri að tala við Bubba Morthens. Átti þessi „Ásbjörn Marteins“ að hafa sett í fiskinn á fluguna Bill Young númer sex.

„Ég hef bara aldrei lent í svona áður. Þetta var einstaklingur sem ég veit ekki hver er og símanúmerið sem hann hringdi úr er óskráð. Þetta er mjög undarlegt og mér finnst það alvarlegt þegar menn eru að hringja í fjölmiðla og ljúga að þeim. Við erum að rannsaka þetta mál betur og ætlum okkur að upplýsa þetta. En þetta er allt haugalygi,“ sagði Gunnar Bender í samtali við Sporðaköst.

Bubbi hefur fengið sig fullsaddan af fólki sem þykist vera …
Bubbi hefur fengið sig fullsaddan af fólki sem þykist vera hann. Hins vegar var þetta eftirhermuhrekkur og hafði töluverða eftirmála. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síðar í dag fékk Gunnar Bender símtal frá huldumanninum sem baðst innilega afsökunar á athæfi sínu.

Raunar var það svo á laugardagskvöld að Sporðaköst fengu símtal úr óskráðu númeri þar sem karlmaður reyndi að herma eftir Tóta tönn og kynnti sig sem Tóta. Sagðist hann ekki hafa fengið frið allan daginn þar sem veganaktivistar væru búnir að planta sér fyrir utan heimili hans eftir að Sporðaköst birtu veiðiþátt með Tóta tönn frá árinu 1988. 

Þegar því var hafnað að um Tóta sjálfan væri að ræða í símtalinu braust út mikill hlátur og skellt var á. Ekki var svarað aftur í númerinu.

Gunnar Bender hefur fjarlægt fréttina og biður þá velvirðingar sem urðu fyrir óþægindum vegna þessa.

Bubbi Morthens hefur einnig fengið símtal frá umræddum aðila þar sem beðist var afsökunar á hrekknum og tók Bubbi því og sendi til baka kveðju. Hins vegar er það svo að dv.is hefur tengt þennan einstakling við óhugguleg skilaboð til kvenna og stúlkna í nafni Bubba. Það er ekki rétt og viðkomandi var einungis að reyna eftirhermuhæfileika sína og tókust þær misvel.

Bubbi birti símanúmerið á Facebook og hefur nú eytt þeirri færslu eftir að hafa fengið persónulega og einlæga afsökunarbeiðni frá viðkomandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira