Ágætt gengi á sjóbirtingsslóðum

Fanney Halldórsdóttir með sjóbirting úr Geirlandsá. Umhverfið á þessum slóðum …
Fanney Halldórsdóttir með sjóbirting úr Geirlandsá. Umhverfið á þessum slóðum er stórkostlegt. Ljósmynd/Aðsend

„Geirlandsá hefur verið að gefa vel síðustu daga, stórir og flottir birtingar og var til dæmis hollið 12. - 14. september með sextán birtinga. Þeir voru allt að 89 sentímetrar,“ sagði Óskar Færseth varaformaður Stangaveiðifélags Keflavíkur þegar Sporðaköst leituðu frétta af svæðum félagsins á slóðum sjóbirtinga í Vestur - Skaftafellssýslu.

SVFK er líka með Fossálana á leigu og segir Óskar að þar hafi veiðin verið að glæðast að undanförnu og að menn hafi orðið varir við töluvert magn af birtingi. Þannig setti hollið 10. - 12. september í níu birtinga og voru þeir á bilinu þrjú og upp í níu pund.

„Jónkvísl hefur verið í þokkalega málum og mikið af fiski í henni,“ sagði Óskar.

„Grenlækur, Flóðið hefur verið frekar rólegt en menn eru að setja í einn og einn. Vonandi fer þetta að glæðast þar en eins og við þekkjum svæðin okkar fyrir austan er besti tíminn að ganga í garð,“ sagði Óskar um Flóðið.

Hann er býsna sáttur við sumarið og haustið og telur það, svona heilt yfir bara nokkuð gott hingað til.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert