Sannkölluð veisla í Tungulæknum

Hafþór Hallsson með birting úr Tungulæk. Hann segir þá félaga …
Hafþór Hallsson með birting úr Tungulæk. Hann segir þá félaga hafa lent í sannkallaðri veislu. Ljósmynd/Aðsend

Hörkuveiði hefur verið í Tungulæk sem fellur í Skaftá, rétt neðan Kirkjubæjarklausturs. Mikið er af stórum fiski í læknum eins og endranær. Hafþór Hallsson er einn þeim sem hafa lent í skemmtilegum aflabrögðum þar í september.

„Við vorum við veiðar í Tungulæk sex félagar 9. til 11. september. Við lönduðum 36 og misstum annað eins. Þetta var mjög fallegur fiskur og flestir voru á bilinu sjötíu til áttatíu sentímetrar. Þetta var alger veisla,“ sagði Hafþór í samtali við Sporðaköst.

Borgar Axelsson með enn einn hlunkinn. Samtals lönduðu þeir félagar …
Borgar Axelsson með enn einn hlunkinn. Samtals lönduðu þeir félagar 36 birtingum og misstu annað eins. Ljósmynd/Aðsend

Það var ýmislegt að gefa hjá þeim félögum á þessum tveimur dögum. Þeir voru að fá á Skugga, Black Ghost, litlar púpur, andstreymis og sitthvað fleira.

Nú er mjög góður tími í Tungulæk. Bæði er mikið af fiski genginn upp úr Skaftá og von er á nýjum fiski næstu vikurnar.

Veislugestir í Tungulæk að þessu sinni voru þeir, Hafþór Hallsson, Borgar Axelsson, Birgir Örn Birgisson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Stefán Broddi Guðjónsson.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.
101 cm Miðfjarðará Erik Koberling 18. september 18.9.
104 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 18. september 18.9.
101 cm Víðidalsá Hörður Sigmarsson 15. september 15.9.

Skoða meira