Veiðibörn og veiðistemning

Fiskflutningar á vegum Orra Daníelssonar. Þetta gekk vel. Myndin er …
Fiskflutningar á vegum Orra Daníelssonar. Þetta gekk vel. Myndin er tekin á Iðunni í sumar. Ljósmynd/Jón KBS

Hér birtum við nokkrar af þeim myndum sem borist hafa í veiðisamkeppnina sem mbl., Veiðihornið og Sporðaköst standa fyrir. Margar afar skemmtilegar myndir hafa borist og sú fyrsta í dag er af ungum veiðiáhugamanni sem stendur í fiskflutningum. Þegar maður er ekki hár í loftinu geta smálaxar verið bara afskaplega stórir og þörf er á vörubíl til að flytja þá. Þessi lax veiddist á Iðunni í sumar og stútfyllti vörubílinn. Orri Daníelsson dó ekki ráðalaus við að flytja þennan fisk. Myndasmiður er Jón KBS.

Beðið eftir þeim stóra á Hrauni í Ölfusi. Þolinmóði veiðimaðurinn …
Beðið eftir þeim stóra á Hrauni í Ölfusi. Þolinmóði veiðimaðurinn er Erika Anna Bjartmarsdóttir. Ljósmynd/Bjartmar Guðjónsson

„Beðið eftir þeim stóra“ heitir þessi mynd. Hér er Erika Anna Bjartmarsdóttir við veiðar á Hrauni í Ölfusi og tekur því afskaplega rólega en veit hún sem er að sá stóri á leið framhjá, bara spurning hvenær. Myndasmiður er Bjartmar Guðjónsson.

Lax stekkur í Affallinu á ágústkvöldi.
Lax stekkur í Affallinu á ágústkvöldi. Ljósmynd/Halldór Jóhann Sveinsson

Þá er komið að sannkölluðum stemmara frá því í sumar. Lax var að stökkva í Affallinu. Myndin er tekin í ágúst að kvöldi til þegar sumarið er aðeins farið að gefa eftir. Affallið er ein af þeim ám sem hafa gefið hörkuveiði í sumar. Myndasmiður er Halldór Jóhann Sveinsson.

Ingólfur Davíð og hundurinn Hængur fylgjast spenntir með laxi í …
Ingólfur Davíð og hundurinn Hængur fylgjast spenntir með laxi í viðureign í Svalbarðsá í sumar. Ljósmynd/Daði

Loks er það stórlaxakóngurinn Ingólfur Davíð Sigurðsson. Hann hefur veitt stærsta lax sumarsins til þessa, en það var í Vatnsdalsá í síðustu viku í Vaðhvammi. Sá lax mældist 108 sentímetrar. Hér er hann hins vegar við veiðar í Svalbarðsá og mágur hans tók þessa mynd af honum og hundinum Hæng. Myndasmiður er Daði.

Skilafrestur er til 1. október

Í sum­ar veit­um við verðlaun fyr­ir fjóra flokka mynda. Þeir eru eft­ir­far­andi: Ung­ir veiðimenn, Veiðikon­ur, Stór­ir fisk­ar og loks Veiðimynd árs­ins.

Veg­leg verðlaun verða veitt í hverj­um flokki:

Ung­ir veiðimenn – Red­ingt­on-krakka­flugu­veiðipakki. ​

Veiðikon­ur – Simms G3 Gui­de Gore-tex-dömu­veiðijakki. ​

Stór­ir fisk­ar – Mc­le­an-háf­ur með inn­byggðri vigt.

Veiðimynd árs­ins – Sage Igniter-ein­henda.

All­ar mynd­ir sem send­ar eru til þátt­töku eru gjald­geng­ar og mun dóm­nefnd skipuð reynslu­bolt­um, bæði í veiði og ljós­mynd­un, fara yfir og meta hvern flokk fyr­ir sig.

Þær mynd­ir sem send­ar eru inn er heim­ilt að birta í ár­legu riti Veiðihorns­ins, Veiði 2021, og/​​​eða öðrum aug­lýs­ing­um Veiðihorns­ins. Með því að senda mynd samþykk­ir ljós­mynd­ari slíka notk­un á henni.

Senda skal mynd­irn­ar í góðri upp­lausn á net­fangið eggert­skula@mbl.is. Greina skal frá hvar mynd­in er tek­in og hvað var að ger­ast. Þá er nauðsyn­legt að fá nöfn þeirra sem eru á mynd­inni og ekki síst hver tók hana, því það er sá sem hlýt­ur verðlaun­in ef vel tekst til.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.
104 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 18. september 18.9.

Skoða meira