Af hverju skiluðu seiðin sér í Andakíl?

Næsta spurning er svo, af hverju skiluðu seiðin úr ánum, skammt frá Andakílsá, sér ekki? Veiði í Andakílsá í sumar hefur verið með ólíkindum og meiri en í nokkurri annarri á á landinu. Þar var sleppt um þrjátíu þúsund seiðum í fyrra og gengu þau til sjávar út í Borgarfjörðinn eins og seiðin úr Grímsá, Þverá/Kjarrá, Norðurá og Gljúfurá. Allar síðastnefndur árnar ollu vonbrigðum í sumar miðað við það sem fiskifræðingar höfðu spáð.

Í þessu seinna myndbandi frá heimsókn Sporðakasta í Andakílsá er Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur spurður um þessa staðreynd. Kenningin hans er áhugaverð og ekki síst sú yfirlýsing hans að öfgar í veðri og umhverfi geri það að verkum að nú séu menn að takast á við nýja tíma þegar kemur að laxinum.

Kvikmyndatöku og klippingu annaðist Steingrímur Jón Þórðarson.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira