Sá stærsti úr Víðidal í sumar

Nils með hænginn stóra úr Bakkafljóti í Víðidalsá.
Nils með hænginn stóra úr Bakkafljóti í Víðidalsá. Ljósmynd/Aðsend

Stærsti lax sumarsins til þessa veiddist í gær í Víðidalsá. Það var danski stórlaxasegullinn Nils Folmer Jörgensen sem setti í og landaði þessum 104 sentímetra fiski í Bakkafljóti.

Forsaga málsins er sú að Jón Heimir Sigurbjörnsson, sem var í hollinu með Nils, varð var við fisk í Bakkafljóti fyrsta kvöldið og taldi Jón engan vafa leika á því að fiskurinn væri hundrað sentímetrar plús. „Ég mætti þarna uppveðraður og spenntur morguninn eftir. Sama hvað ég reyndi þá leit hann ekki við smáflugunum mínum. Ég skipti því yfir í aðferð sem oft er notuð í Víðidal og víðar. Setti undir smáa Frances-túpu, þó ekki þyngda. Þegar ég var hálfnaður niður hylinn stökk skyndilega út á hlið risastór hængur. Ég var mjög hissa þegar ég fattaði að hann hafði tekið fluguna. Hann tók svaka roku niður allan hylinn og nánast strandaði sér þar. Þegar ég nálgaðist hann og náði línunni inn á hjólið trylltist hann aftur og rauk upp úr, eins og tundurskeyti.“ Svona lýsti Nils Folmer viðureigninni í samtali við Sporðaköst. 

Skömmu síðar var laxinn háfaður og mældist hann 104 sentímetrar en það er stærsti laxinn til þessa úr Víðidalsá.

Nils segir að þetta sé aðeins lax númer tvö sem hann veiðir á rauða Frances á sínum ferli sem laxveiðimaður.

„Við vorum báðir búnir á því eftir þessi hlaup og spennu. Þetta var sjötti laxinn minn í túrnum og líkast til sá síðasti í sumar,“ sagði kátur Nils að lokum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert