Stórlaxakvöld í Miðfirði

Erik Koberling með hænginn úr Grjótárstreng. Hann mældist 100,5 sentímetrar.
Erik Koberling með hænginn úr Grjótárstreng. Hann mældist 100,5 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

Það var sannkallað stórlaxakvöld í Miðfjarðará í gærkvöldi. Með stuttu millibili lönduðu veiðimenn í Austurá 96 sentímetra hæng sem var svo toppaður með 100,5 sentímetra hæng stuttu síðar.

Hundraðkallinn veiddi Erik Koberling, sem veiðimenn þekkja sem staðarhaldara í Blöndu í sumar. 

Erik setti í laxinn í Grjótárstreng og tók hann rauðan Frances-míkrókón. Úr varð hörkuviðureign og þurfti Erik að hlaupa á eftir stórlaxinum einhver hundruð metra. Erik greindi frá þessari veiði á facebooksíðu sinni og segist ekki hafa orðið eins móður í langan tíma og eftir að elta þennan stórlax. „Um leið og hann tók sneri hann og eins og byssukúla rauk hann niður ána,“ sagði Erik í samtali við Sporðaköst. Viðureignin tók ríflega hálftíma.

Helgi Guðbrandsson með 96 sentímetra hæng. Þetta var sannkallað stórlaxakvöld …
Helgi Guðbrandsson með 96 sentímetra hæng. Þetta var sannkallað stórlaxakvöld í Miðfirði í gærkvöldi. Ljósmynd/Aðsend

Sama kvöld landaði Helgi Guðbrandsson 96 sentímetra hæng í Tangastreng nýja. Var það einnig glæsilegur fiskur með alla þá haustliti sem hægt er að ímynda sér. Það voru sáttir veiðimenn sem kvöddu Austurá undir myrkur í gærkvöldi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert