Metsumar á eystri bakka Hólsár

Fyrsti laxinn af eystri bakka Hólsár, í sumar. Knútur Lárusson …
Fyrsti laxinn af eystri bakka Hólsár, í sumar. Knútur Lárusson landaði þessum 92 sentimetra hæng á spún í veiðistaðnum Ármótum. Ljósmynd/Aðsend

Eystri bakki Hólsár er nýtt svæði sem er komið inn á vef Landssambands Veiðifélaga eða angling.is. Eystri bakkinn er hástökkvari síðustu viku og skipar sér þegar ofarlega. Jökla með sína góðu veiði er næst fyrir ofan Hólsá. Samtals hafa verið bókaðir 765 laxar á sex stangir, það sem af er sumri. Næsta á fyrir neðan nýliðann er Laxá í Dölum með sína 678 laxa.

Þar sem eystri bakkinn er nýr inni á angling.is vantar allan samanburð við fyrri ár. Páll G. Jónsson, annar leigutaka svæðisins staðfesti í samtali við Sporðaköst að um metár væri að ræða. Fram til þessa hefði besta veiði verið um sjö hundruð laxar. 

Sextán punda sjóbirtingur úr Hólsá, af eystri bakkanum. Stærsti birtingurinn …
Sextán punda sjóbirtingur úr Hólsá, af eystri bakkanum. Stærsti birtingurinn í sumar vigtaði nítján pund. Ljósmynd/Aðsend

Þessi góða veiði á eystri bakka Hólsár er í takt við það sem er að gerast á svæðinu. En veiðisvæðið er samtals um tuttugu kílómetrar og nær upp að ármótum Þverár og Eystri Rangár.

Mjög góð sjóbirtingsveiði er einnig búin að vera á svæðinu í sumar og hafa 293 birtingar veiðst fram til þessa. Sá stærsti er engin smásmíði en hann vigtaði 9,44 kíló.

Páll G. Jónsson er virkilega ánægður með sumarið þar eystra, eins og gefur að skilja og ljóst að lokatalan verður ekki undir átta hundruð löxum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira