Sjóðheitur haustveiðimaður

Erik Koberling í Bergsnös í morgun. Annar stórlaxinn á nokkrum …
Erik Koberling í Bergsnös í morgun. Annar stórlaxinn á nokkrum dögum. Ljósmynd/Aðsend

Hann Erik Koberling staðarhaldari í Blöndu er sannarlega búinn að upplifa ævintýralega haustviku í laxveiðinni. Hann veiddi sem kunnugt er 100,5 sentímetra hæng í Miðfjarðará í lok síðustu viku. Í morgun hélt ævintýrið áfram hjá honum.

Hann mætti snemma morguns í þann rómaða stórlaxastað Bergsnös í Stóru Laxá. „Það var skítakuldi í morgun en ég ákvað samt að vera í yfirborðinu. Setti undir hefðbundna Sunray á floti. Vegna kuldans strippaði ég löturhægt og veiddi mig gjörsamlega niður á brot. Hann var á blábrotinu. Eins neðarlega og hægt var að komast. Hann kom upp úr afar rólega og tók Sunrayinn. Ég gaf honum tíma til að snúa og BANG,“ svona lýsir Erik Koberling viðureign sinni við afar glæsilegan hæng sem hann landaði í Stóru Laxá í morgun.

Með veiðifélaganum Jóni Mýrdal. Þetta er gleðistund ef marka má …
Með veiðifélaganum Jóni Mýrdal. Þetta er gleðistund ef marka má svipinn á þeim félögum. Ljósmynd/Aðsend

Hann segist elska haustveiðina. „Liturinn á hængunum er svo magnaður og þeir eru orðnir svo flottir. Þessi fiskur samsvaraði sér svo vel. Ég var að skoða myndir af laxinum sem Nils Folmer veiddi í Bakkafljóti í Víðidalsá í síðustu viku. Vá hvað hann er fallegur og litirnir eru svo fjölbreyttir.“

Stóra Laxá er þekkt fyrir sína haustveiði og oft eru menn að gera þar ævintýralega veiði fram á síðasta dag. En hængurinn sem Erik landaði mældist 95 sentímetrar. Þetta er fullkomið eintak af haust hæng og ljóst að Erik er sjóðheitur haustveiðimaður. 

„Ég verð að komast meira að veiða, bara sjóbirting eða eitthvað,“ hló Erik að lokum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert