Veiðisumarið að fjara út

Tekist á við einn af síðustu löxum sumarsins í tjarnarfljóti …
Tekist á við einn af síðustu löxum sumarsins í tjarnarfljóti í Fitjá í morgun. Þessi fór í kistu. Ljósmynd/ES

Veiðisumarið er að klárast. Margar laxveiðiár hafa þegar lokað og í öðrum eru síðustu veiðidagarnir að klárast um helgina. Þetta sést glögglega í nýjum veiðitölum sem birtust á vef Landssambands Veiðifélaga í morgun.

Greinilegt er að víða hefur hægt á veiði og þannig skilaði til að mynda Eystri Rangá rétt rúmlega hundrað laxa viku. Nokkrar af stóru ánum birta lokatölur núna. Selá endaði í 1258 löxum sem er nokkru minni veiði en í fyrra þegar hún endaði í tæplega fimmtán hundruð fiskum.

Haffjarðará endaði í 1126 löxum sem er gríðarleg bæting frá í fyrra þegar lokatalan var 651 lax.

Hofsá fór yfir þúsund laxa í fyrsta skipti síðan 2013 og endaði í 1017 á móti 711 í fyrra.

Norðurá var rétt undir þúsund löxum en miklu betri en hörmungasumarið í fyrra. Þá skilaði hún ekki nema 577 fiskum.

Laxá á Ásum dalaði nokkuð frá því fyrra. Hún endaði í 675 löxum á móti 807 í fyrra.

Elliðaárnar voru á svipuðu róli og fyrra. Gáfu í sumar 565 laxa á móti 537 í fyrra. 

Lokatölur í Laxá í Aðaldal eru áhyggjuefni. Áin endaði í 382 löxum og hefur ekki átt svo slakt sumar eins langt og tölur á angling.is sýna.

Sjóbirtingsveiðin er enn á fullu og víða er veitt langt fram í október í birtingnum. Sama er raunar að segja um Rangárnar og fleiri ár þar fyrir austan, þar sem stundaðar eru stórfelldar seiðasleppingar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert