Síðustu forvöð að skila inn veiðimyndum

Óskar Hængur með 75 sentímetra hæng í Svalbarðsá í sumar.
Óskar Hængur með 75 sentímetra hæng í Svalbarðsá í sumar. Ljósmynd/GÁ

Nú eru að verða síðustu forvöð að skila inn veiðimyndum í samkeppni mbl.is, Veiðihornsins og Sporðakasta um bestu veiðimyndir sumarsins. Skilafrestur rennur út 1. október. Nú er tíminn til að fara í gegnum myndir sumarsins og deila skemmtilegum eða fróðlegum augnablikum með öðrum veiðimönnum.

Hér eru nokkur skemmtileg dæmi um myndir sem nýlega voru sendar inn. Fyrsta myndin er af honum Óskari Hæng Gíslasyni með 75 sentímetra lax í Svalbarðsselshyl í Svalbarðsá. Óskar er ellefu ára og ljóst að hann verður öflugur veiðimaður, og er það reyndar nú þegar.

Helga Dís með glæsilegan lax af Hrafnaklettum í Eystri Rangá.
Helga Dís með glæsilegan lax af Hrafnaklettum í Eystri Rangá. ljósmynd/RS

Næst er það ung stúlka. Helga Dís Reynisdóttir  með maríulaxinn sinn úr Eystri Rangá og hann var veiddur í veiðistaðnum Hrafnaklettum. Pabbi hennar tók myndina en hann er Reynir Sigmundsson leiðsögumaður í Eystri.

Hrannar Ingi með bleikju úr Ljótapolli.
Hrannar Ingi með bleikju úr Ljótapolli. Ljósmynd/TT

Þá er það mynd af hálendinu. Hrannar Ingi með bleikju sem veidd var í Ljótapolli. Myndasmiður er Tinna Torfadóttir.

Loftfimleikar í Varmá við Hveragerði. 66 sentímetra sjóbirtingur í loftköstum.
Loftfimleikar í Varmá við Hveragerði. 66 sentímetra sjóbirtingur í loftköstum. Ljósmynd/KMB

Veiðimaður er Finnur Már Eyþórsson og myndatökumaður er Knútur Magnús Björnsson. Hér er 66 sentímetra sjóbirtingur að sýna loftfimleika í Varma við Hveragerði. Myndin er tekin 17. september.

Í sum­ar veit­um við verðlaun fyr­ir fjóra flokka mynda. Þeir eru eft­ir­far­andi: Ung­ir veiðimenn, Veiðikon­ur, Stór­ir fisk­ar og loks Veiðimynd árs­ins.

Veg­leg verðlaun verða veitt í hverj­um flokki:

Ung­ir veiðimenn – Red­ingt­on-krakka­flugu­veiðipakki. ​

Veiðikon­ur – Simms G3 Gui­de Gore-tex-dömu­veiðijakki. ​

Stór­ir fisk­ar – Mc­le­an-háf­ur með inn­byggðri vigt.

Veiðimynd árs­ins – Sage Igniter-ein­henda.

All­ar mynd­ir sem send­ar eru til þátt­töku eru gjald­geng­ar og mun dóm­nefnd skipuð reynslu­bolt­um, bæði í veiði og ljós­mynd­un, fara yfir og meta hvern flokk fyr­ir sig.

Þær mynd­ir sem send­ar eru inn er heim­ilt að birta í ár­legu riti Veiðihorns­ins, Veiði 2021 og/​​​​​eða öðrum aug­lýs­ing­um Veiðihorns­ins. Með því að senda mynd samþykk­ir ljós­mynd­ari slíka notk­un á henni.

Senda skal mynd­irn­ar í góðri upp­lausn á net­fangið eggert­skula@mbl.is. Greina skal frá hvar mynd­in er tek­in og hvað var að ger­ast. Þá er nauðsyn­legt að fá nöfn þeirra sem eru á mynd­inni og ekki síst hver tók hana, því það er sá sem hlýt­ur verðlaun­in ef vel tekst til.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira