Sturlaður stórlaxadagur í Stóru Laxá

Ársæll með stærsta lax sumarsins í Stóru Laxá. Hængur sem …
Ársæll með stærsta lax sumarsins í Stóru Laxá. Hængur sem mældist 103 sentímetrar. Ljósmynd/FMS

Stóra Laxá í Hreppum er þekkt fyrir sína mögnuðu haustveiði. Lokahollið er nú að veiðum í ánni og menn áttu ekki til orð til að lýsa veiðinni í dag. Stangirnar fjórar lönduðu átta löxum yfir níutíu sentímetra og fjölmörgum milli áttatíu og níutíu. Stærsti lax kvöldsins var 103 sentímetrar.

Engin smá sleggja og tók Grænan Bismó eins og stórlaxinn …
Engin smá sleggja og tók Grænan Bismó eins og stórlaxinn í gær sem mældist 101 sentímetri. Þessi sem Alli er með mældist 103 sentímetrar og er sá stærsti úr Stóru til þessa. Ljósmynd/FMS

Reynir Sigmundsson leiðsögumaður, Ársæll Þór Bjarnason Nocco kóngur, Friðjón Mar Sveinbjörnsson í Veiðiflugum og Sigmundur Sigurðsson áttu efra svæðið. Þeir veiddu Kálfhagahyl og Bergsnös svo einhverjir veiðistaðir séu nefndir. Eins og lesendur Sporðakasta kann að rekja minni til veiddi Friðjón stærsta lax sumarsins í Stóru í gær. Það var reyndar toppað í kvöld.

Hörður Filipsson með 90 sentímetra hrygnu úr Kóngsbakka.
Hörður Filipsson með 90 sentímetra hrygnu úr Kóngsbakka. Ljósmynd/Aðsend

Friðjón rétti Ársæli fluguna Grænan Bismó, eins og 101 sentímetra hængurinn tók hjá honum í gær og sagði. „Farðu og sæktu hænginn,“ eftir að Reynir Sigmundsson hafði landað tveimur hrygnum sem voru báðar vel yfir áttatíu sentímetra.

Sigmundur með 98 sentímetra hæng úr Bergsnös.
Sigmundur með 98 sentímetra hæng úr Bergsnös. Ljósmynd/Aðsend

Ársæll tók stöngina og í öðru reki fékk hann svaka neglingu. Þetta var í ljósaskiptunum og á meðan viðureignin stóð var kveikt á bílljósum og öllum tiltækum vasaljósum og farsímaljósum. Þegar drekanum var loks landað fór fram mæling. Vönduð mæling og var niðurstaðan þegar þrjú vitni voru búin að staðfesta rétta mælingu, 103 sentímetrar. Annan daginn í röð veiðir þetta gengi stærsta laxinn í Stóru Laxá í sumar.

Nocco kóngurinn með 93 sentímetra hæng úr Nýpum.
Nocco kóngurinn með 93 sentímetra hæng úr Nýpum. Ljósmynd/Aðsend

Serían af stórlöxum var eitthvað á þessa leið: „Fórum með hóflegar væntingar af stað í morgun en fengum strax í Reykhólma 91 sentímetra fisk. það var Eyþór Óli. Svo misstum við við fisk yfir 100 sentímetra í sama stað líka. Hörður Filipsson landaði svo 91 sentímetra hrygnu í Kóngsbakka. Reynir Sigmunds fékk 90 sentímetra hæng í Flatastreng.

Ársæll með einn 98 sentímetra úr Bergsnös.
Ársæll með einn 98 sentímetra úr Bergsnös. Ljósmynd/Aðsend

Aftur veiddist stórlax í Flatastreng sem var 94 sentímetrar og það var ég sem var svo heppinn að ná honum. Svo var það 93 sentímetra hængur og þar var Nocco kóngurinn sem fékk hann. 98 sentímetra hængur var næst á dagskrá og aftur var það Ársæll sem landaði honum. Aftur 98 sentímetra hængur sem Sigmundur landaði líka í Bergsnös.

Friðjón með 94 sentímetra fisk úr Flatastreng.
Friðjón með 94 sentímetra fisk úr Flatastreng. Ljósmynd/Aðsend

Svo kom toppurinn á þessu öllu og það var Nocco kóngurinn sem landaði honum. Svo voru býsna margir á bilinu áttátíu til níutíu. Þetta er mesta bull sem ég hef upplifað í veiði hvað varðar stórfisk,“ sagði Friðjón Mar Sveinbjörnsson í samtali við Sporðaköst eftir að þessum magnaða stórlaxadegi var lokið. Það voru þreyttir veiðimenn en glaðir sem héldu í hús í myrkrinu og sumir voru hreinlega á bleiku skýi.

Reynir Sigmundsson með 90 sentímetra úr Flatastreng.
Reynir Sigmundsson með 90 sentímetra úr Flatastreng. Ljósmynd/Aðsend
Eyþór Óli með 93 sentímetra hæng úr Reykhólma.
Eyþór Óli með 93 sentímetra hæng úr Reykhólma. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira