Magnaðar myndir af urriðum í Öxará

Ótrúlegur fjöldi urriða er þessa dagana í Öxará og undirbýr …
Ótrúlegur fjöldi urriða er þessa dagana í Öxará og undirbýr hrygningu. Cezary notaði kröftugan filter í þessari mynd til að skýra enn frekar myndefnið. Ljósmynd/CF

Fjöldi fólks lagði leið sína á Þingvelli í dag til að fylgjast með urriðadansinum í Öxará þar sem urriðinn er að hrygna um þessar mundir. Einn þeirra sem mættu á staðinn er góðkunningi Sporðakasta Cezary Fijalkowski.

Á svona degi, þegar er logn og sól er eins …
Á svona degi, þegar er logn og sól er eins og að horfa í gegnum gler á þessa tignarlegu fiska. Ljósmynd/CF

Cezary er magnaður veiðimaður og hefur gert frábæra veiði á stórurriða í Þingvallavatni í mörg ár. Hann veiðir fyrst og fremst í þjóðgarðinum og hefur landað tugum urriða sem eru níutíu sentímetrar og stærri. Stærsti fiskur sem hann hefur fengið mældist 103 sentímetrar og var það árið 2016.

Par sem er tilbúið til að tryggja nýja kynslóð.
Par sem er tilbúið til að tryggja nýja kynslóð. Ljósmynd/CF

Sjálfsagt hefur farið um marga af þessum urriðum þegar þeir sáu Cezary munda símann. En án efa hefur hann veitt einhverja þeirra og sleppt þeim.

Einhverjir af þessum urriðum hafa áður kynnst Cezary.
Einhverjir af þessum urriðum hafa áður kynnst Cezary. Ljósmynd/CF

Aðstæður til að fylgjast með urriðanum voru eins og best verður á kosið í dag. Logn og sól. þá er skyggnið frábært eins og sjá má á myndunum sem Cezary sendi Sporðaköstum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira