Færðu seiðasleppingar í fyrra horf

„Við höfum mjög góðar væntingar,“ segir Jóhannes Hinriksson sem er …
„Við höfum mjög góðar væntingar,“ segir Jóhannes Hinriksson sem er hér í Ytri-Rangá.

Lokatölur laxveiðitímabilsins í Eystri-Rangá voru þær langbestu, 9.070 laxar, síðan tekið var að ala laxaseiði í landstöðvum og sleppa í tjörnum við Rangárnar. Þegar seiðin eru komin í göngubúning ganga þau til hafs og snúa ári síðar, eða tveimur, aftur í árnar.

Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna niðurstaðan í veiðinni í Ytri-Rangá hafi verið svo ólík, en þar veiddust 2.642 laxar. Jóhannes Hinriksson, sem var á árum áður veiðivörður við Ytri-Rangá og sá um seiðasleppingarnar, segir að menn telji sig vita svarið og breyting muni verða á strax á næsta ári, árnar ættu þá að verða meira samstíga hvað laxagengdina varðar, eins og þær voru á árum áður.

Jóhannes er nú framkvæmdastjóri Bergís ehf., félags norsks leigutaka árnnar. Sá leigir veiðiréttinn af bændum sem sjá hins vegar sjálfir um eldi seiða og sleppingar þeirra. Jóhannes bendir á að ef horft sé til veiðinnar á fyrsta áratug þessarar aldar hafi árnar verið nokkuð samstíga; árið 2007 veiddist heldur meira í Eystri, 7.473 á móti 6.228 í Ytri, en árið eftir var gríðargóð veiði um allt land og met slegið í Ytri-Rangá er 14.315 laxar voru færðir til bókar. Þá veiddust 7.013 í Eystri. Ári síðar veiddust 10.749 í Ytri og 4.249 í Eystri en árið 2010 var talan nánast sama, um 6.200 laxar. Næstu ár á eftir var veiðin yfirleitt betri í Ytri-Rangá en það hefur snúist við. Árið 2018 gáfu báðar um 4.000 laxa en í fyrra, sem var alls staðar dapurt, veiddust rúmlega 3.000 í Eystri en innan við 1.700 í Ytri.

„Þetta snýst um það hvernig seiðunum er sleppt úr tjörnunum,“ segir Jóhannes í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann sá sjálfur um sleppingar seiðanna við Ytri-Rangá árið 2006 og árin þar á eftir þegar veiðin var alltaf góð og einstök 2008 eins og fyrr segir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert