IO að taka Ytri-Rangá í umboðssölu

Alls bárust tólf tilboð í veiðiréttinn í Ytri-Rangá sem er …
Alls bárust tólf tilboð í veiðiréttinn í Ytri-Rangá sem er eitt stærsta veiðivatn sem er í rekstri á Íslandi. Hér má sjá tilboðsgjafa hlusta á opnun tilboða í síðasta mánuði. Stjórn Veiðifélagsins vill semja við Iceland Outfitters um umboðssölu. Ljósmynd/ES

Stjórn Veiðifélags Ytri-Rangár hefur tekið ákvörðun um að ganga til samninga við Iceland Outfitters, sem hjónin Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir eiga og reka. Samningurinn mun hljóða upp á umboðssölu á ánni, frá og með sumrinu 2022.

Ari Árnason framkvæmdastjóri veiðifélagsins staðfesti þetta í samtali við Sporðaköst fyrr í dag. Hann sagði það trú stjórnar félagsins að áin gæti staðið undir hærra verði en tilboðin sem bárust hljóðuðu upp á. Hann benti líka á að með þessum hætti væri félagið nær markaðnum og fengi sveiflurnar beint í fangið og ætti auðveldara með að skilja þær og bregðast við þeim.

Stefán Sigurðsson hjá IO sagði þau hjónin mjög ánægð með þessa stöðu. „Við þekkjum þetta svæði vel og höfum áður unnið við að selja það. Ég var sjálfur staðarhaldari þarna um tíma og við vitum vel út í hvað við erum að fara,“ sagði Stefán í samtali við Sporðaköst.

Auðheyrt var að margir af þeim sem buðu í Ytri-Rangá voru mjög hissa á niðurstöðunni, að Veiðifélagið ætlaði að ganga framhjá föstu tilboði Hreggnasa ehf., sem var með hæsta tilboðið, upp á um 170 milljónir króna fyrir allt vatnasvæðið.

Stefnt er að því að halda félagsfund í Veiðifélagi Ytri-Rangár undir loks mánaðarins og verður tillaga stjórnar þá borin upp til atkvæða.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira