Sporðaköst aftur í loftið

Harpa Hlín Þórðardóttir með fyrsta fisk tímabilsins úr Leirá fyrir …
Harpa Hlín Þórðardóttir með fyrsta fisk tímabilsins úr Leirá fyrir tveimur árum. Sjóbirtingur sem mældist 54 sentímetrar og tók straumfluguna Black Ghost. Þetta var köld opnun. mbl.is/aðsend

Veiðiumfjöllun Sporðakasta hefst á nýja leik frá og með deginum í dag. Enn eru nokkrir dagar í að formlegt veiðitímabil hefjist, en við getum bara ekki setið á okkur lengur. Umfjöllunin verður með hefðbundnu sniði og byggist fyrst og fremst á fréttaþjónustu um allt sem viðkemur veiði og veiðiskap.

Þetta er fjórða árið sem Sporðaköst flytja veiðifréttir hér á mbl.is og eins og fyrri ár er bakhjarl síðunnar Veiðihornið í Síðumúla.

Vorveiðin hefst á fimmtudag, sem er 1. apríl og um leið skírdagur. Veðurspáin fyrir páskana er býsna kuldaleg en ljóst að ákaft veiðifólk mun ekki láta það stöðva sig. Tugir ef ekki hundruð munu hefja veiðar þennan dag á þeim fjölmörgu svæðum sem opnast. Flestra augu beinast að sjóbirtingssvæðum í Vestur-Skaftafellssýslu en einnig munu margir sækjast eftir sambandi við urriða í Þingvallavatni og víðar.

Erlingur Hannesson með sjóbirting úr Eldvatni vorið 2019. Þar hefst …
Erlingur Hannesson með sjóbirting úr Eldvatni vorið 2019. Þar hefst veiði á skírdag. Ljósmynd/ES

Veiðimaður vikunnar verður fastur þáttur hjá okkur í ár og einnig flugur vikunnar, þar sem við munum njóta reynslu og þekkingar Ólafs Vigfússonar í Veiðihorninu.

Þá stefnum við að því að taka sjónvarpsviðtöl við veiðifólk og aðra þá sem tengjast sportinu. 

Lóan er komin, Sporðaköst eru mætt á sinn stað og stutt í bognar stangir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira