Gott útlit fyrir fyrstu veiðidagana

Jón Hrafn Karlsson með flottan birting úr Eldvatninu. Mildur vetur …
Jón Hrafn Karlsson með flottan birting úr Eldvatninu. Mildur vetur og hlýr mars, gefa vonir um spennandi opnanir í vorveiðinni á Suðurlandi. Ljósmynd/Aðsend

Mildur vetur sunnanlands og hlýr marsmánuður eykur enn á eftirvæntingu vorveiðimanna sem hefja nýtt tímabil á skírdag, 1. apríl. Jón Hrafn Karlsson, landeigandi við Eldvatn í Meðallandi, segir líklegt að meiri hreyfing sé komin á fiskinn, eftir hlýindakafla að undanförnu.

Nú er hérna átta gráðu hiti og sól og gengur hratt á þann snjó sem kom um daginn. „Það er von á kuldakasti um páskahelgina en mér sýnist líta út fyrir að við náum fyrstu tveimur dögunum góðum. Að vísu spáir vestanátt, en sennilega kemur það ekki að sök svona í blábyrjun. Þessi vetur hefur farið betur með fiska og menn en sá síðasti. Þegar við opnuðum í fyrra var enn grimmdarvetur og hafði verið það um langa hríð. Nú er töluvert annað útlit á þessu,“ sagði Jón Hrafn í samtali við Sporðaköst.

Í næsta nágrenni er staðan sambærileg og því ljóst að veiðimenn sem halda til veiða í Tungufljóti, Tungulæk, Skaftá, Geirlandsá og fleiri sjóbirtingsstöðum geta átt von á ævintýrum fyrstu dagana, þar til frýs í lykkjum á laugardag.

Jón Hrafn hefur ekki orðið var við geldfisk í Eldvatni en segir það svo sem ekki að marka. Hann hefur aðallega verið að vinna mink í efri hluta árinnar. „Mér fannst það þó býsna magnað að menn voru að fá nýgengna geldfiska í janúar og febrúar í gegnum ís á Víkurflóðinu,“ sagði Jón Hrafn.

Ljóst er að vegna samkomutakmarkana þurfa veiðimenn að gera nokkrar ráðstafanir. Jón Hrafn segir að fleiri hús verði í boði þannig að tryggt sé að fjöldi veiðimanna fari ekki yfir þá tölu sem leyfileg er. „Við gættum vel að sóttvarnarreglum í fyrra og munum gera það með sama hætti nú.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert