Mokveiði 1934 – hvar er þetta?

Skjáskot

Þetta skemmtilega myndbrot er úr lengri kvikmynd eftir Loft Guðmundsson sem er einn af okkar helstu frumkvöðlum á sviði kvikmyndagerðar. Hér má sjá veiðimenn mokveiða og aflinn er mikill. 

Í lýsingu frá Kvikmyndasafni Íslands segir: Stangveiðimenn landa hverjum stórlaxinum á fætur öðrum við foss í Borgarfirði. Samkvæmt merkingu í myndinni er þetta fossinn Barnafoss í Hvítá en líklega er þetta þó Glanni í Norðurá. 

Nú er spurt: Hvar heldur þú að þetta myndband hafi verið tekið upp? Dettur einhverjum í hug Laxfoss í Kjós? Eða?

Kvikmyndin er frá árinu 1934 og viti einhver deili á þessum veiðimönnum væri það áhugavert. Þetta er efni frá Ísland á filmu. Hægt er að nálgast mikið af gömlu myndefni inni á síðunni þeirra, en slóðin er www.islandafilmu.is



mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert