Gróska í veiðiþáttagerð

Óvenju mikið er veiðimyndir þetta vorið. Veiðin með Gunnari Bender …
Óvenju mikið er veiðimyndir þetta vorið. Veiðin með Gunnari Bender á Hringbraut, Síðustu Sporðaköstin á Síminn bíó og Dagbók Urriða á Stöð 2. Ljósmynd/KUK

Það er í ýmis horn að líta fyrir veiðiáhugamenn í samkomutakmörkunum. Óvenju mikið framboð er af veiðiþáttum þetta vorið. Veiðin með Gunnari Bender er þriggja þátta sería á Hringbraut og er síðasti þátturinn í kvöld, þar sem meðal annars er farið í síðustu maðkaveiðina í Elliðaánum.

Sporðaköst voru að senda frá sér 70 mínútna heimildamynd, Síðustu sporðaköstin, þar sem veitt er með leikurunum úr kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin. Fóru þeir í Hofsá síðastliðið sumar og alltaf var stutt í sprellið. Þá verða áhorfendur vitni að kveðjustund í Vatnsdal og stórstjörnur úr The Vikings-seríunni á Netflix reyna við maríulax. Myndin er þegar aðgengileg á Síminn bíó.

Ólafur Tómas Guðbjartssonar er með spennandi veiðiseríu sem ber heitið Dagbók Urriða, þar sem hann fer vítt og breitt um þekkta og óþekkta veiðistaði í leit að silungi. Fjallað er um lífríkið og jarðfræði og ekkert skilið eftir. Dagbók Urriða verður sýnd á Stöð 2 og hefjast sýningar fljótlega eftir páska.

Þá hefjast tökur á Allra síðustu veiðiferðinni í júní og verður þessi framhaldsmynd tekin upp í Laxá í Aðaldal. Eftir því sem Sporðaköst komast næst verða allar sögupersónur úr fyrri myndinni með í för. Tveir nýir leikarar bætast við en það eru þeir Sigurður Sigurjónsson og Gunnar Helgason.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira