Stangveiðitímabilið hafið

Jóhannes Guðlaugsson með 99 sentímtra urriða sem hann veiddi í …
Jóhannes Guðlaugsson með 99 sentímtra urriða sem hann veiddi í Húsabakka í Ytri Rangá í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Langþráður fyrsti veiðidagur er runninn upp. Víða um land eru veiðimenn byrjaðir að kasta fyrir sjóbirting og silung. Fyrsti urriðinn sem veiddist í Ytri-Rangá í morgun var ekki af verri endanum; 99 sentímetra urriði sem tók Tinsel-flugu á veiðistaðnum Húsabakka. Það var Jóhannes Guðlaugsson sem setti í og landaði þessum stóra urriða.

Jóhannes Hinriksson staðarhaldari metur fiskinn sextán til tuttugu pund, en hann var ekki vigtaður áður en honum var sleppt.

Harpa Hlín með fyrsta birtinginn úr Leirá í morgun.
Harpa Hlín með fyrsta birtinginn úr Leirá í morgun. Ljósmynd/Stefán Sig.

Fjör var í sjóbirtingnum í Leirá, skammt frá Akranesi, en leigutakar voru þar að veiðum og segir Harpa Hlín Þórðardóttir á facebooksíðu sinni að fyrsti sjóbirtingurinn hafi tekið í öðru kasti. Fleiri fylgdu á eftir og var búið að setja í fimm fiska á fyrstu fjörutíu mínútunum.

Góðar aðstæður eru á sjóbirtingsslóðum í Vestur-Skaftafellssýslu og verður spennandi að heyra frá mannskapnum þar þegar líður á daginn. Fjölmörg veiðisvæði voru opnuð í dag, þar á meðal nokkur svæði í Þingvallavatni, vorveiði er hafin í Eyjafjarðará og Litluá og Húseyjarkvísl svo einhverjir staðir séu nefndir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira