Gaddfreðinn búnaður en áfram er veitt

Nuno með fallegan urriða sem tók í Þorsteinsvík í morgun. …
Nuno með fallegan urriða sem tók í Þorsteinsvík í morgun. Það var sjö gráðu frost þegar þessi fiskur tók. Ljósmynd/Aðsend

Þegar menn með mikla veiðidellu hafa ekki komist í veiði í bráðum sjö mánuði þarf mikið að ganga á til að þeir noti ekki tækifærið þegar það loksins kemur. Nuno Alexandre Bentim Servo, oft kenndur við veitingastaðinn Apótekið, er þessa stundina með glamrandi tennur að veiða á ION-svæðinu í Þingvallavatni.

„Aldrei á núlli,“ er vörumerki Nunos í veiðinni og hann náði í fisk í Þorsteinsvík í morgun. „Það er svakalega kalt,“ sagði hann í samtali við Sporðaköst. 

„Ósinn er frosinn, þannig að við skiptumst á að veiða Þorsteinsvíkina. Það eru mínus sjö gráður núna og fiskurinn er ekki mikið að hreyfa sig. Við fengum fjóra í morgun en annars hefur þetta verið rólegt. Það frýs í lykkjum, hjólin frjósa og línurnar verða stífar,“ hló Nuno í spjallinu. Hann heyrðist sötra heitt kaffi og dæsið á eftir var langt.

Frosnar lykkjur og lína. En hann var samt að gefa …
Frosnar lykkjur og lína. En hann var samt að gefa sig birtingurinn eftir að brotinn hafði verið ís af veiðistöðum og þeir hvíldir. Ljósmynd/HHÞ

„Þetta leit svo vel út í gær, þá rann ósinn og þetta lofaði góðu. Svo bara frysti og frysti. Við erum núna að hlýja okkur fyrir síðustu törnina, koma líkamanum í hreyfanlegt ástand og svo ráðumst við á þetta á eftir.“

Þrátt fyrir kulda og frosinn búnað var langt í frá að Nuno væri að gefa eftir. „Erfitt en gaman og aldrei á núlli!“ Þannig kvaddi Nuno.

Brutu ís af ánni 

Svipuð staða er uppi í Leirá. Leigutakar fóru þar til veiða og byrjuðu á að brjóta is af nokkrum stöðum. Eftir að hafa hvílt staðina fóru þeir að gefa. Mynd sem fylgir með sýnir vel hvernig lykkjur og lína frusu í hverju kasti. Það verður að bera virðingu fyrir þessari elju og hún er ekki á allra færi. Það er Harpa Hlín Þórðardóttir sem heldur á stönginni.

Brotið ofan af birtingnum í Leirá og eftir það fór …
Brotið ofan af birtingnum í Leirá og eftir það fór hann að taka. Ljósmynd/HHÞ
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert