Stærsti birtingur vertíðarinnar

Teddi með tröllið úr Súdda sem tók Green Dumm-púpu.
Teddi með tröllið úr Súdda sem tók Green Dumm-púpu. Ljósmynd/HBE

Síðustu dagar hafa verið sannkölluð stórfiskaveisla í Tungulæk skammt frá Kirkjubæjarklaustri í Vestur-Skaftafellssýslu. Á tveimur dögum landaði hollið 54 sjóbirtingum þrátt fyrir að hluti tímans hafi verið óveiðanlegur sökum ísreks og frosts.

Við veiðar voru meðal annars Höskuldur B. Erlingsson, lögga frá Blönduósi, ásamt félögum. Þeir félagar byrjuðu á að landa 94 sentimetra fiski og var mikil ánægja með þann risafisk. Jón Ingi Jónsson fékk þennan magnaða fisk og var veiðitúrinn þá þegar orðinn fullkominn. 

Jón Ingi Jónsson með 94 sentimetra birting úr Tungulæk.
Jón Ingi Jónsson með 94 sentimetra birting úr Tungulæk. Ljósmynd/HBE

En þetta átti bara eftir að batna. Theodór K. Erlingsson ákvað að taka Green Dumm-púpu í gegnum veiðistaðinn Súdda. „Ég þverkastaði henni og var með sökkenda,“ sagði Teddi í samtali við Sporðaköst. Fljótlega fékk hann svakalega neglu og fór að togast á við fisk sem greinilega var í yfirstærð. „Ég var í fjörutíu mínútur að slást við þennan dreka,“ upplýsti Teddi. Loksins þegar tókst að landa skepnunni mældist hún sléttir hundrað sentimetrar. 

Púpan Green Dumm, sem Teddi notaði í Súddanum.
Púpan Green Dumm, sem Teddi notaði í Súddanum. Ljósmynd/Teddi

„Þetta er stærsti birtingur sem ég hef landað,“ sagði Teddi. Fiskurinn er virkilega vel haldinn og þéttur á hold sem útskýrir hversu langan tíma tók að landa honum. Það er mjög sjaldgæft að svo stór sjóbirtingur veiðist og ekki var nema einn slíkur sem Sporðaköst vita um í fyrra.

Höskuldur B. Erlingsson með einn af 54 birtingum sem Tungulækur …
Höskuldur B. Erlingsson með einn af 54 birtingum sem Tungulækur gaf í tveggja daga veiði. Ljósmynd/Aðsend

Við báðum Tedda um að giska á þyngd þessa risabirtings. „Ég myndi segja á milli 22 og 24 pund.“ Það eru ekki margir sem þekkja betur til fiska í Tungulæk.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert