26 birtinga dagur í Kjósinni

Aron Sigurþórsson með fallegan sjötíu sentimetra birting úr Káranesfljóti í …
Aron Sigurþórsson með fallegan sjötíu sentimetra birting úr Káranesfljóti í Laxá í Kjós. Ljósmynd/EH

Sjóbirtingsveiði er hafin í Laxá í Kjós. Í hlýindum gærdagsins gerðu nokkrar stangir hörkuveiði. Samtals var 26 birtingum landað og það á hefðbundnum stöðum eins og Káranesfljóti, Álabökkum, Mosabreiðu og Baulunesfljóti.

Einn þeirra sem var við veiðar í gær var Aron Sigurþórsson ásamt félaga sínum, Einari Hermannssyni. Þeir lönduðu níu birtingum á stöngina. Eins og oft er á þessum tíma voru fiskarnir í misjöfnu holdafari. Allt frá því að vera í góðum holdum yfir í það að vera skemmra á veg komnir.

Hver er ekki að bíða eftir þessari stöðu?
Hver er ekki að bíða eftir þessari stöðu? Ljósmynd/EH

„Stærsti sem við lönduðum var 79 sentimetrar. Þessir fiskar voru bæði að taka straumflugur og púpur. Við vorum að fá á Black Ghost og Dýrbít. Í púpunum vorum við með Pheasant Tail, Squirmy og púpur sem ég hef hnýtt og heita svo sem ekkert,“ sagði Aron í samtali við Sporðaköst.

Einar Hermannsson á góðri stundu í gær með Kjósarbirting.
Einar Hermannsson á góðri stundu í gær með Kjósarbirting. Ljósmynd/AS

Laxá í Kjós er ein af þeim ám þar sem sjóbirtingurinn hefur verið að taka hressilega við sér og veiðistaðirnir sem nefndir eru hér að ofan eru klassískir sjóbirtingsstaðir í Laxá.

Nýr leigutaki hefur tekið við Laxá í Kjós en það er Haraldur Eiríksson. Áður var Hreggnasi ehf. með Kjósina á leigu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira