Gjöfulir dagar á sjóbirtingsslóðum

Robert Nowak með magnaðan fisk úr Eldvatni.
Robert Nowak með magnaðan fisk úr Eldvatni. Ljósmynd/Aðsend

Síðustu dagar hafa verið afar gjöfulir á mörgum sjóbirtingssvæðum. Má þar nefna Tungulæk, Eldvatn, Tungufljót og Vatnamót en öll þessi svæði eru í Vestur-Skaftafellssýslu. Þá hafa einnig borist góðar fréttir af öðrum þekktum sjóbirtingssvæðum.

Laxá í Kjós hefur að geyma vaxandi sjóbirtingsstofn og þar hefur verið hörkuveiði síðustu daga. Á þeim tíu dögum sem leyft hefur verið að veiða í Kjósinni er búið að landa 133 birtingum. Stórveiðihjónin Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir lönduðu tuttugu fiskum í Kjósinni í gær. Sterkustu staðirnir eru eins og svo oft í Kjósinni þegar kemur að sjóbirtingi, Álabakkar og Káranesfljót.

Þá hefur Húseyjarkvísl verið að gefa fantaveiði þegar veður er með betra móti. Sterkasta flugan í kvíslinni hefur verið Iða Fishskull. Stærsti birtingur til þessa í vor mældist 79 sentimetrar og veiddist í veiðistað númer 21.

Harpa Hlín og Stefán lönduðu tuttugu fiskum í Kjósinni í …
Harpa Hlín og Stefán lönduðu tuttugu fiskum í Kjósinni í gær. Ljósmynd/SS

Ef við kíkjum í fleiri veiðibækur þá má sjá að Eldvatn er búið að gefa 130 birtinga og er sá stærsti 92 sentimetrar og veiddist hann í Villa, sem er veiðistaður sem hefur gefið ótrúlega marga stórfiska í vor. Þrír birtingar hafa mælst 90 sentimetrar og yfir. Fjölmargir fiskar eru á bilinu áttatíu til níutíu. Sterkustu flugurnar í Eldvatni í vor eru púpurnar Copper John og svo „Hyls“-útgáfan af þeirri púpu eða Blue Magic Copper John, eins og þeir félagar Sigþór og Birkir Mar kalla hana. 

Í Tungulæk er búið að færa til bókar um 200 birtinga. Sá stærsti stóð þriggja stafa tölu og greindum við frá honum á sínum tíma. Hundrað sentimetra birtingur er afar sjaldséður. En hann tók Green Dumm og það var Theodór K. Erlingsson sem landaði þeim mikla fiski. Tröllið tók í veiðistaðnum Súdda en annars er það Holan sem hefur gefið langflesta fiska, eða 94.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert