Sú skæðasta – Black Ghost

Þetta er skemmtileg og veiðileg útgáfa af Black Ghost.
Þetta er skemmtileg og veiðileg útgáfa af Black Ghost. Ljósmynd/EK
Fluga dagsins er sú skæðasta af þeim öllum á þessum tíma þegar vorveiðin er á fullu. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu velur flugu dagsins og við ríðum á vaðið með Black Ghost. Óli skrifar:
„Flestir veiðimenn geta verið sammála um það að skæðasta alhliða straumfluga í sjóbirting og urriða, jafnvel einnig í lax, er Black Ghost.
Black Ghost er upphaflega með fjaðurvæng og hnýtt óþyngd en undanfarin ár hafa komið fram á sjónarsviðið fjölmargar útgáfur af þessari þekktu flugu.
Í dag er Black Ghost jafnt hnýtt þyngd sem óþyngd, með fjaðurvæng og hárvæng og líka komin fram á sjónarsviðið með rauðum keiluhaus eða appelsínugulum kraga.
Hér er skæð útfærsla af Black Ghost, hnýtt af snillingnum Eiði Kristjánssyni.
Nokkur orð frá hnýtaranum auk uppskriftar hér að neðan fyrir þá sem vilja hnýta hana sjálfir.
 
Og svo hér að neðan má sjá myndband af hnýtingunni.

Black Ghost eftir Herbert Welch er einhver frægasta straumfluga sem komið hefur fram á sjónarsviðið. Upphaflega var hún hnýtt með klassískum fjaðurvæng, eins og flestar straumflugur þess tíma, en í seinni tíð hefur hún verið hnýtt með kálfshala, marabúfjöðrum og svo með zonker-væng eins og hún er sýnd hér. Litirnir í Black Ghost eru alltaf eins, hvítur, svartur og gulur. Í þessari útgáfu er ég búinn að bæta við rauðri keilu, til þess að æsa fiskinn enn frekar í töku. Krókur: Ahrex NS110 #6 Keila: Rauð, þráður: Svartur Veevus 10/0, skott: Gulur hani, vöf: Oval tinsel, búkur: Svart antron-garn, vængur: Hvítur Zonker, diskó: Perlu-flashabou, kragi: Gulur zonker.“
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.
102 cm Vatnsdalsá Sigurður Héðinn 11. september 11.9.
100 cm Eystri-Rangá Hilmar Ingimundarson 10. september 10.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Rögnvaldur Örn Jónsson 8. september 8.9.
101 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jörgensen 30. ágúst 30.8.
102 cm Kjarrá Jake Elliot 30. ágúst 30.8.

Skoða meira