Góð opnun í vetrarríki við Heiðarvatn

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður var opnunarhollið í Heiðarvatni með tæplega …
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður var opnunarhollið í Heiðarvatni með tæplega fimmtíu fiska. Guðlaugur Helgason er hér með fallegan birting. Ljósmynd/Aron

Það var ekkert sérstaklega vorlegt um að litast þegar opnunarhollið í Heiðarvatni kom á veiðislóð. Töluverðan snjó hafði sett niður eftir annars milda vordaga. En hollið sem leitt er af Guðlaugi Helgasyni hefur svo sem séð ýmislegt við opnun vatnsins til fjölmargra ára.

„Fyrsta daginn komumst við ekki út að veiða fyrr en klukkan fjögur. Það var svo mikill skafrenningur og fjör í veðrinu. Þannig að veðrið setti ofurlítið strik í reikninginn. En þetta er bara vorveiði á Íslandi og allra veðra von sérstaklega í Heiðardal,“ sagði Guðlaugur í samtali við Sporðaköst.

Aðstæður voru krefjandi, svo ekki sé meira sagt.
Aðstæður voru krefjandi, svo ekki sé meira sagt. Ljósmynd/GH

„Veiðin var þokkaleg miðað við þann tíma sem við gátum verið að veiða sökum veðurs. Sunnudagurinn var ágætur. Þá náði Aron félagi minn 83 sentímetra birtingi og ég fékk 76 sentímetra fisk. Við sáum mun minna af birtingi núna en undanfarin ár. Á móti kemur að það var mikið af flottum urriða og það er greinilegt að sá stofn er að koma rosalega vel upp og virkilega vel haldinn. Við urðum ekkert varir við bleikjuna.“

Heiðarvatn í nágrenni Víkur í Mýrdal er eitt af gjöfulustu veiðivötnum á Íslandi og þar er að finna lax, urriða, bleikju og sjóbirting.

Losað úr fiski í opnun.
Losað úr fiski í opnun. Ljósmynd/Aron

Samtals var hollið með tæpa fimmtíu fiska á einum og hálfum degi. „Þetta var svona álíka magn af urriða og birtingi. Og við vorum að fá töluvert marga urriða sem voru fjögur til fimm pund. Fiskurinn er spikfeitur og allt annað sjá hann miðað við fyrir tveimur árum þegar hann var horaður. Nú eru þetta kraftmiklir og sterkir fiskar.“

Nobblerarnir í nokkrum litum voru að virka vel. Guðlaugur mælir með því að nota intermediate línu við þessar aðstæður. Kasta og telja upp í tuttugu og byrja svo að strippa.

Veitt er á spún en skilyrði er að einungis séu á honum tveir krókar og agnhaldslausir. Þá eru einungis leyfðar einkrækju flugur og krafa er um að þeir króka séu líka agnhaldslausir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert