Allt að fjórtán stangir í Þjórsá í sumar

Feðgar í Urriðafossi í Þjórsá í fyrra. Stefán Sigurðsson og …
Feðgar í Urriðafossi í Þjórsá í fyrra. Stefán Sigurðsson og Matthías sonur hans með opnunarlax 1. júní 2020. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta laxveiðiáin sem opnar á Íslandi er Þjórsá. Eftir þrjár vikur hefst laxveiðitímabilið formlega, þriðjudaginn 1. júní. Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sem er með drjúgan hluta Þjórsár á leigu er þegar orðinn mjög spenntur.

„Við gerðum það eitt árið að við byrjuðum í maí, þann 27. og það var strax partý. Við vitum að fiskurinn er að byrja að ganga upp úr 20. maí. Þjórsá er nú svo tær að manni langar bara að byrja strax,“ upplýsti Stefán í samtali við Sporðaköst. Hann tók reyndar fram að honum finnist jafnvel betra að veiða Urriðafossinn þegar er virkilega mikið vatn í henni.

Allt að fjórtán stangir verða í boði í Þjórsá á …
Allt að fjórtán stangir verða í boði í Þjórsá á vegum Iceland Outfitters í sumar. Ljósmynd/Aðsend

"Þegar hún er svona vatnslítil og tær þá er hann ekki að ganga jafn mikið með landinu. Það getur verið að maður hreinlega nái ekki til hans. Þegar að vatnið er mikið þá er hægt að stóla á að hann er alveg í harða landi.“

Kvótinn er kominn niður í fimm laxa á stöng á dag og segir Stefán það samkomulagsatriði við veiðifélag Þjórsár. Hann bendir á að taka þurfi tillit til ólíkra hagsmuna. Landeigendur ofarlega vilja gjarnan að sem mest af fiskinum komist á uppeldsstöðvar og í sínar hliðarár. Að sama skapi var þess vegna hætt við að byrja stangveiði í maí og bíða fram til mánaðamóta.

Nýtt svæði verður í boði í sumar hjá IO en það er tveggja stanga svæði kennt við Þjótanda. Samtals er Iceland Outfitters því að bjóða tólf til fjórtán stangir ef svæðið við Kálfholt er talið með. Fjórar stangir eru á Urriðafosssvæðinu og tvær á B svæðinu. Svæðið á móti Urriðafossi, fyrir landi Þjórsártúns ber fjórar stangir og loks er það nýja svæðið Þjótandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira