Enduðu daginn á einum 35 punda

Jahn Dehli með stórlaxinn úr Mörrum í Svíþjóð sem veiddist …
Jahn Dehli með stórlaxinn úr Mörrum í Svíþjóð sem veiddist í gærkvöldi. Við vorum varla búin að birta fréttina í gær um góða stórlaxaveiði þegar þessi kom á land. Ljósmynd/Stefan Enevoldsen

Frétt gærdagsins um stórlaxa í Mörrum í Svíþjóð var varla komin í loftið þegar einn sá stærsti á þessari öld, sem áin hefur gefið, veiddist. Það var veiðimaðurinn Jahn Krohn Dehli sem setti í og landaði svakalegum laxi. Sá mældist 118 sentimetrar og vó 17,68 kíló eða góð 35 pund.

Vorið 2019 veiddist 118 sentimetra lax í þessari miklu stórlaxaá í Svíþjóð. Sá fiskur vó 19,3 kíló eða 38,5 pund. Var sá fiskur talinn einn sá stærsti á þessari öld í Mörrum. 

Það er ánægjulegt að sjá að þessir stórfiskar eru ekki að gefa eftir og vonandi veit þetta á gott veiðisumar fyrir stórlaxa á Íslandi. Fiskeshopen í Mörrum sem fylgist með öllu sem gerist í ánni fagnaði þessum afla líka á sinn hátt. „Storlaaaaaaaaax!!“ var fyrirsögnin.

Þegar myndin er skoðuð má sjá ótrúlega flottan og risavaxinn hæng. Silfurbjartur og greinilega nýkominn úr sjó. Þessi stórvaxni hængur tók spún. Það styttist í íslensku ævintýrin.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira