Lifnar yfir urriða í Aðaldal

Aðeins að lifna yfir þessu. Frá vinstri; Sigþór Orri, Snæfríður …
Aðeins að lifna yfir þessu. Frá vinstri; Sigþór Orri, Snæfríður og Brynjar Örn, Arnarsbörn. Lönduðu þremur góðum urriðum og misstu fleiri. Allir tóku þeir Rektor. Ljósmynd/ÖLH

Þó svo að Laxá í Aðaldal sé þekktust fyrir laxinn, þá er víða að finna góð urriðamið í ánni og sérstaklega fyrri hluta sumars. Eitt þessara svæða er Árbótarsvæðið. Það er ekki inni í Laxárskiptingunni.

Um er að ræða tveggja stanga svæði og er þar oft mikil urriðaveiði, en yfir sumartímann er svæðið selt sem laxasvæði. Örn Logi Hákonarson landeigandi fór með börnum sínum til veiða í gær. Urriðinn hefur verið mjög tregur í kuldatíðinni fyrir norðan. Þó bar svo við í gær að veiðimenn náðu þremur góðum urriðum og misstu nokkra, því eins og Logi orðaði það í samtali við Sporðaköst þá var kalt í gær og tökur nettar.

Urriðarnir á Árbótarsvæðinu eru oft mjög vænir og svæðið gefur …
Urriðarnir á Árbótarsvæðinu eru oft mjög vænir og svæðið gefur oft góða veiði, þegar það er á annað borð komið í gang. Ljósmynd/ÖLH

Urriðarnir tóku allir hina klassísku straumflugu Rektor, bæði þeir sem náðust og einnig þeir sem misstust. „Áin er enn mjög köld og frekar vatnslítil vegna tíðafarsins, en við urðum vör við meira af fiski en í fyrri ferðum. Nú bíðum við bara að hlýni og þá á hann að gefa sig,“ sagði Logi í samtali við Sporðaköst.

Ekki vantar plássið fyrir veiðimenn, enda er Laxá vatnsmikil, þó …
Ekki vantar plássið fyrir veiðimenn, enda er Laxá vatnsmikil, þó að hún sé með minna móti þegar vorið er svona mikið að spara sig. Ljósmynd/ÖLH

Mest var lífið á veiðistaðnum Syðri Seltanga og þar var þessum þremur urriðum landað. Spáð er hlýnandi veðri næstu daga og verður spennandi að sjá hvort lifnar þá ekki enn frekar yfir hinum rómaða Laxárurriða.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert