Starir með vesturbakka Sogsins

Hér er flott bleikja sem Atli Bergman veiddi í Bíldsfelli …
Hér er flott bleikja sem Atli Bergman veiddi í Bíldsfelli að vori til fyrir nokkrum árum í Bildsfelli í Soginu. Svæðið er ekki síst rómað fyrir magnaða bleikjuveiði. Mynd: Heiðar Valur Bergman

Veiðifélagið Starir, sem er meðal annars með Víðidalsá, Þverá/Kjarrá og fleiri ár, hefur tekið yfir samning um veiðiréttinn í Bíldsfelli, í Soginu af Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Í vetur tóku Starir á leigu  svæðið Alviðru í Soginu, þannig að Starir eru nú komin með á sínar hendur nánast allan vesturbakka Sogsins og hafa því sex stangir til úthlutunar í þessari forfrægu á.

Samningurinn var gerður með samþykki landlandeigenda og því ákvæði að félagsmönnum SVFR munu áfram tryggð sérkjör á veiðileyfum.

Bíldsfell er öflugt silungsveiðisvæði í apríl og maí, en undanfarin ár hefur silungsveiðin ekki verið í boði. Ingólfur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Stara sagði í samtali við Sporðaköst að opnað yfir á þá veiði á nýjan leik, næsta vor.

Það er ekki langt í að sá silfraði láti sjá …
Það er ekki langt í að sá silfraði láti sjá sig í Soginu. Oft er það á þessum tíma sem fyrstu laxarnir mæta. Morgunblaðið/Einar Falur

Í tilkynningu sem SVFR sendi frá sér vegna samningsins er haft eftir Jóni Þór Ólasyni formanni að áhugi félagsmanna á Bíldsfellinu hafi dregist saman og þeir hafi því verið tilbúnir í viðræður þegar Starir leituðu eftir því að fá svæðið á leigu.

Samningurinn hefur þegar tekið gildi, þannig að veiðileyfi í Bíldsfelli eru nú á höndum Stara.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira