Helga Dís kafveiddi karlana

Helga Dís með flottan urriða sem hún fékk í Fiskilækjarvatni …
Helga Dís með flottan urriða sem hún fékk í Fiskilækjarvatni í gær. Hún gat leyft sér að vera mjög montin af þessum flotta fiski, sem tók maðk á flotholti. Ljósmynd/RMS

Þau feðgin Reynir M. Sigmundsson og Helga Dís dóttir hans fóru í Fiskilækjarvatn í Melasveit, skammt frá Akranesi, í gær. Helga Dís landaði tveimur flottum urriðum og einni bleikju. Öðrum viðstöddum gekk ekki eins vel. Pabbi hennar fékk alveg að heyra það og eins undraði hún sig á fluguveiðimanni sem var að veiða í vatninu: „Pabbi, hann kastar og kastar en fær ekki neitt, ekki eins og ég,“ sagði sú stutta og var býsna roggin.

Urriði númer tvö, á meðan að aðrir fengu ekki neitt. …
Urriði númer tvö, á meðan að aðrir fengu ekki neitt. Allavega ekki á meðan að þau voru á staðnum. Ljósmynd/RMS

Reynir byrjaði sjálfur sinn feril í einmitt Fiskilækjarvatni og segir að það bregðist sjaldan. Það mátti alveg heyra á pabbanum að honum leiddist ekki að hlusta á athugasemdir Helgu Dísar um að hann og þessi flugukall hefðu ekki veitt neitt, en hún hefði fengið þrjá og sá stærsti var þrjú pund.

„Það var smá gorgeir í henni og ég fékk alveg að heyra að hún hefði veitt mest. Ég hafði virkilega gaman af því, enda átti hún inni fyrir því,“ sagði Reynir í samtali við Sporðaköst og hló.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert