Fyrsti laxinn kominn úr Norðurá

Kátur Ingvar Svendsen með fyrsta laxinn úr Norðurá í sumar. …
Kátur Ingvar Svendsen með fyrsta laxinn úr Norðurá í sumar. Myndina tók annar veitingamaður Nuno, sem landaði laxi í gær í Skugga í Grímsá. Ljósmynd/Nuno

Fyrsti laxinn úr Norðurá veiddist á Stokkhylsbroti rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun. Það var veitingamaðurinn Ingvar Svendsen sem setti í hann á rauðan Frances kón og landaði honum eftir snarpa viðureign.

Fyrsti laxinn var stórglæsilegur tveggja ára hængur sem mældist 82 sentímetrar. Nokkrum mínútum eftir að Ingvar landaði laxinum setti Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður, sérstakur heiðursgestur opnunarinnar í Norðurá í flugulax á Brotinu. Hann naut aðstoðar Einars Sigfússonar umsjónarmanns Norðurár. 

Þegar þessi orð eru rituð er Guðni Ágústsson að eiga við sinn fyrsta flugulax.

Þessar fyrstu mínútur í Norðurá líta vel út og verður gaman að sjá hverju morguninn skilar.

Fréttin verður uppfærð fljótlega.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira