Blanda núllaði á opnunardegi

Fast en ekki fiskur. Ársæll, eða Alli er hér með …
Fast en ekki fiskur. Ársæll, eða Alli er hér með fast í botni. Þeir félagar lönduðu ekki fiski í dag í Blöndu. Ljósmynd/RS

Fyrsta veiðidegi er lokið í Blöndu og kom enginn fiskur á land. Fara þarf mörg ár aftur í tímann til að finna jafn lélega opnun. Tveir reyndir veiðimenn hafa farið á alla staði í dag og lönduðu þeir ekki fiski. Þetta eru veiðifrændurnir af Skaganum, Reynir Sigmundsson og Ársæll Þór Bjarnason, sem opnað hafa ána síðustu tólf árin.

Þessir nýútklökktu gæsaungar voru það eina sem kom í háfinn …
Þessir nýútklökktu gæsaungar voru það eina sem kom í háfinn hjá þeim félögum í dag. Ljósmynd/RS

„Ég man ekki eftir þessu svona lélegu og hef aldrei farið í gegnum opnunardag án þess að landa fiski. Við Alli vorum reyndar að hlæja að því að síðast þegar við núlluðum í opnun var það í Miðfjarðará 2015. Þegar við keyrðum úr hollinu var fiskurinn að ganga og þetta varð metár. Vonandi er það að fara að gerast,“ sagði Reynir Sigmundsson í samtali við Sporðaköst eftir að vaktinni lauk klukkan tíu. 

Tveir úr Þverá á opnunardegi

Skýrsla eftir opnunardag í Þverá er á þessa leið. Tveir laxar komu á land. Annar úr Kaðalstaðahyl og mældist 75 sentímetrar. Hinn kom úr Brennunni og var það 88 sentímetra fiskur. Að sögn Ingólfs Ásgeirssonar hafa sést laxar, meðal annars uppi í gljúfrum, en annars er veiðin heilt yfir róleg.

Sporðaköst hafa í dag heyrt af ört vaxandi áhyggjum veiðimanna af að enn eitt lélega laxveiðisumarið sé fram undan. En allir bæta þeir við: „Þetta er fljótt að breytast.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert