Sumarhátíð í Síðumúla um helgina

Það var margt um manninn í dag í Veiðihorninu. Mikill …
Það var margt um manninn í dag í Veiðihorninu. Mikill fjöldi leit við á Sumarhátíðinni og var sannkölluð veiðistemming í Síðumúlanum. Ljósmynd/Veiðihornið

Nú þegar fyrstu laxveiðiárnar hafa opnað og fjölmargar opna á næstu dögum, má segja að veiðisumarið sé hafið af fullum krafti. Flestöll silungsvötn eru nú opin og í lok þessa mánaðar verða öll veiðisvæði komin í gang.

„Það er á þessum tímamótum sem við höfum fagnað veiðisumrinu undanfarinn áratug, og miðað við fyrstu helgi í júní til að halda sumarhátíðina okkar. Við fögnum því þá með margvíslegum hætti að veiðisumarið er hafið fyrir alvöru,“ sagði Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu í samtali við Sporðaköst.

Sunnudagur er þriðji í Sumarhátíð. Þá mætir Silli kokkur með …
Sunnudagur er þriðji í Sumarhátíð. Þá mætir Silli kokkur með matarvagninn. Ljósmynd/Veiðihornið

Hátíðin hófst í gær og var þátttakan góð. Á þriðja hundrað veiðimanna heimsóttu Veiðihornið og segist Ólafur eiga von á enn fleiri í dag.

„Flestar nýju vörurnar fyrir sumarið eru komnar svo það er rakið tækifæri að kíkja í heimsókn og sjá markverðar nýjungar sumarsins.

Það eru alls kyns tilboð og kaupaukar í gangi alla helgina. Meðal annars ætlum við að gefa Sage-fluguhjól með öllum keyptum Sage-flugustöngum og einnig ætlum við að gefa Rio-flugulínu með öllum keyptum Sage-fluguhjólum. Það er því heldur betur hægt að gíra sig upp fyrir sumarið nú um helgina.

Silli kokkur mætti með matarvagninn í gær og verður aftur hjá okkur á sunnudag. Börkur Smári Kristinsson, viðurkenndur FFI-flugukastkennari, verður með tilsögn og sýnikennslu í fluguköstum. Og svo má ekki gleyma vinsæla happdrættinu þar sem heppnir geta nælt sér í splunkunýja Sage-flugustöng, Simms Gore-tex-vöðlur og fleira. Þá er rétt að minna á að nýja veiðiblaðið okkar Veiði X er komið út. Um leið og við óskum stangveiðimönnum til hamingju með að nýtt veiðisumar er loksins hafið fyrir alvöru bjóðum við alla velkomna í Síðumúla 8 að fagna með okkur,“ sagði Óli og var rokinn að setja nýja línu á hjól fyrir viðskiptavin.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert