Fyrsti laxinn úr Blöndu kominn á land

Ársæll eða Alli eins og hann er alltaf kallaður með …
Ársæll eða Alli eins og hann er alltaf kallaður með fyrsta laxinn úr Blöndu sumarið 2021. Grálúsug 82 sentímetra hrygna. Ljósmynd/Reynir Sigmundsson

Fyrsta laxinum úr Blöndu var landað nú fyrir skemmstu. Grálúsug 82 sentímetra hrygna tók fluguna hjá Ársæli Bjarnasyni. Hann og Reynir félagi hans, sem Sporðaköst hafa verið að fylgjast með í opnuninni, voru að veiða Damminn að sunnanverðu þegar þessi flotta hrygna tók.

Reynir sá um að háfa laxinn og sagði í samtali við Sporðaköst að þetta hefði verið skemmtileg upplifun. „Þessi hrygna er bara nýkomin úr sjó og hefur komið inn á morgunflóðinu. Vonandi fer þetta nú að glæðast og alltaf gaman að sjá svona flotta vorfiska,“ sagði Reynir.

Opnunarhollinu lýkur ekki fyrr en á morgun, þannig að enn er tími til að ná fleiri fiskum ef hann er að ganga. Þeir félagar höfðu áður sett í og misst þrjá laxa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira