Kjarrá gaf þrjá laxa á opnunardegi

Lax á í Holunni í Kjarrá í byrjun veiðitíma í …
Lax á í Holunni í Kjarrá í byrjun veiðitíma í fyrra. Engar myndir hafa borist frá þessum opnunardegi en hann gaf þrjá laxa. Ljósmynd/Aðsend

Veiði hófst í Kjarrá í Borgarfirði í morgun. Ingólfur Ásgeirsson, einn af leigutökum, sagði í samtali við Sporðaköst að þrír laxar hefðu komið á land. Miðað við rólegheitin í laxveiðinni í Borgarfirði er þetta opnun eins og búast mátti við. Samtalið var mjög stutt enda fjarskipti á þessum slóðum af skornum skammti. Staðfest er að einn lax kom á morgunvaktinni og tveir eftir hádegi.

Lítið kom af smálaxi í fyrra og þá er það oft ávísun á að ekki verða öflugar göngur af stórlaxi, eða fiski sem búinn er að vera tvö ár í sjó. Smálaxinn aftur á móti er eitt ár í sjó. Tveggja ára fiskurinn er iðulega uppistaðan í vorveiðinni.

Eitthvað hafði sést af laxi að ganga upp Þverá síðustu daga, að sögn Ingólfs Ásgeirssonar en enginn átti von á stórum tölum í þessari opnun.

Kjarrá er efri hluti Þverár og sama vatnasvið. Veiði í Þverá hefur farið rólega af stað og sama má segja um aðrar ár á vesturhelmingi landsins sem þegar hafa opnað. Þannig er ekki mikið af laxi gengið í Blöndu og veiði með því rólegasta sem menn hafa séð þar á bæ. Norðurá er komin í fimmtán laxa samkvæmt heimildum Sporðakasta.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira