Horfur í laxveiðinni - hnúðlaxinn mættur

Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun vonast eftir því að laxveiðin í sumar nái meðaltalsveiði. Hann segir laxastofninn á uppleið og fer yfir þær rannsóknir sem liggja til grundvallar þessu í ítarlegum spjallþætti í Sporðaköstum hér á mbl.is.

Um miðbik þáttarins sem er um 27 mínútna langur upplýsir Guðni að Hafrannsóknastofnun hafi veitt hnúðlaxa í flottroll fyrir skemmstu og það sé því ljóst að hann er mættur á Íslandsmið.

Að lokum fer Guðni yfir silungsnetalagnir í Skjálfanda sem nokkur styr hefur staðið um.

Þetta er fyrri hluti samtalsins við Guðna, en á morgun ræðir hann hnignun og allt að því hrun bleikjunnar á Íslandi og á sama tíma uppgang sjóbirtingsins. Þá fer hann einnig yfir þá afleitu stöðu sem upp er komin í Grenlæk sem enn eina ferðina er nú nánast þurr. Hrognagröft og aukinn áhuga á seiðasleppingum í laxveiðiárnar og raunar ýmislegt fleira.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira