Brennan – sett í þrjá smálaxa í morgun

Smálax sem veiddist rétt fyrir hádegi í Brennunni. Veiðimenn þar …
Smálax sem veiddist rétt fyrir hádegi í Brennunni. Veiðimenn þar settu í þrjá smálaxa í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Veiðisvæðið Brennan er í raun ármót Þverár og Hvítár í Borgarfirði. Þar voru veiðimenn í morgun að verða varir við smálaxa. Vatnið var mjög kalt en þeir settu í þrjá en aðeins einn kom á land. Það var falleg eins árs hrygna og eins og sést á myndinni þá var hún lúsug. 

Eftir rólegheitabyrjun í þeim ám sem veiði er hafin í horfa margir vonaraugum til þess að smálaxinn geri gæfumuninn. Eftir slakt smálaxasumar í fyrra mátti vænta þess að tveggja ára laxinn yrði ekki sterkur.

Stórstreymt er þennan sólarhringinn og samkvæmt hefðinni á að koma töluvert af fiski í strauminn. Það mun koma í ljós allra næstu daga hvernig sá silfraði skilar sér í þennan straum.

Tvöfölduðu veiðina í Blöndu

Besta vaktin til þessa í Blöndu var í morgun. Þrír laxar komu á land og einn í gærkvöldi. Þrír þeirra voru lúsugir. Fram til þessa höfðu aðeins fjórir laxar verið bókaðir í Blöndu. En þessi veiði er í takt við það sem margir voru að vonast eftir með stórsteyminu. 

Jakob Hinriksson með fallegan lúsugan lax úr Blöndu. Straumurinn er …
Jakob Hinriksson með fallegan lúsugan lax úr Blöndu. Straumurinn er að skila fleiri fiskum. Ljósmynd/Aðsend

Laxar hafa víða verið að sjást og má nefna sem dæmi að Ásgeir Heiðar rífur sig reglulega upp snemma morguns og kannar stöðuna í Elliðaánum. Hann hefur séð laxar þar ítrekað. Lax sást stökkva á Rangárflúðum í Ytri-Rangá fyrir viku og sett hefur verið í laxa í Hólsá, við eystri bakka. Viðar berast fréttir af því að sést hafi til þess silfraða og á næstu dögum opna margar laxveiðiár og verða þær allar komnar í gang um mánaðamótin.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert