Allra síðasta veiðiferðin í Aðaldal

Greinilega fjör í gangi. Hér eru Hilmir Snær, Þröstur Leó …
Greinilega fjör í gangi. Hér eru Hilmir Snær, Þröstur Leó og Halldór Gylfason í gleði við tökur fyrir norðan. Ljósmynd/Ólafur Jónasson

Tökur standa nú yfir á kvikmyndinni Allra síðustu veiðiferðinni, sem er framhald gamanmyndarinnar vinsælu, Síðustu veiðiferðarinnar. Sögusviðið er Laxá í Aðaldal þar sem veiðifélagarnir úr síðustu mynd hittast á nýjan leik.

Stórleikarinn Þorsteinn Bachmann mætir í tökur. Hann leikur Val Aðalsteins, …
Stórleikarinn Þorsteinn Bachmann mætir í tökur. Hann leikur Val Aðalsteins, fjárfesti og stjórnmálamann. Ljósmynd/Ólafur Jónasson

Sömu leikarar fara að mestu með hlutverk. Þorsteinn Bachmann, Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Þröstur Leó Gunnarsson Jóhann Sigurðarson og Hjálmar Hjálmarsson ásamt lögreglukonunum, Halldóru Geirharðsdóttur og Ylfu Marín Haraldsdóttur. Edda Björg Eyjólfsdóttir er á sínum stað og Hallur Ingólfsson sem lék prestinn sem mætti með líkið í veiðihúsið í Mýrarkvísl. Nýir leikarar eru þeir Sigurður Sigurjónsson, Sigurður Þór Óskarsson og Gunnar Helgason.

Eitt af nýju nöfnunum er enginn annar en Sigurður Sigurjónsson.
Eitt af nýju nöfnunum er enginn annar en Sigurður Sigurjónsson. Ljósmynd/Ólafur Jónasson

Þorkell Harðarson og Örn Marino Arnarson eru leikstjórar og handritshöfundar. Þeir lofa öflugu framhaldi og „Já, þetta verður sama ruglið og síst minna,“ sagði Þorkell í samtali við Sporðaköst í dag.

Þessir tveir eru saman á stöng í myndinni. Nú fær …
Þessir tveir eru saman á stöng í myndinni. Nú fær Valur að finna fyrir því. Ljósmynd/Ólafur Jónasson

Veðrið er ekki eins og þeir félagar hefðu kosið. „Við vinnum okkur í kringum það. Þegar fer að snjóa förum við inn og spilum þetta svona eins og hægt er.“

Þorkell Harðarson og Örn Marino Arnarson, leikstjórar og handritshöfundar, ræða …
Þorkell Harðarson og Örn Marino Arnarson, leikstjórar og handritshöfundar, ræða næstu senu. Ljósmynd/Ólafur Jónasson

Spurður um söguþráð dregur hálfpartinn niður í Kela, en hann segir þó: „Lögreglukonurnar fá mun stærri hlutverk í þessari mynd og Valur Aðalsteins lendir í afleitri stöðu. Meira get ég ekki sagt,“ glottir Keli.

Hann upplýsir að það verði nokkrar leynistjörnur í myndinni, en gefur ekkert upp um hverjir eru þar á ferð. „Það kemur í ljós.“

Stefnt er á að ljúka tökum í næstu viku fyrir norðan, en þá á eftir að taka upp nokkur atriði í Reykjavík.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert