Skagaheiðin gaf þrátt fyrir kulda og rok

Reynissynir á Skagaheiðinni. Fremstur er Sigurður Helgi, Svanur Jóhann og …
Reynissynir á Skagaheiðinni. Fremstur er Sigurður Helgi, Svanur Jóhann og lengst til hægri er Jakob Ingi. Myndin er tekin skömmu eftir miðnætti og birtan eftir því. Ljósmynd/RF

Reynir Friðriksson hélt með vaskan hóp upp á Skagaheiði um helgina. Veðurspáin var ekki spennandi en menn létu sig hafa það og uppskáru um fimmtíu fiska, þrátt fyrir skítakulda og hífandi rok.

„Við fórum upp á föstudag og þá var bara ein gráða og mjög hvasst. Ég held að við höfum haldist við í mesta lagi í fjörutíu mínútur það kvöldið,“ sagði Reynir léttur í bragði.

Sigurður Helgi búinn að setja í góðan fisk. Þessi tók …
Sigurður Helgi búinn að setja í góðan fisk. Þessi tók maðk. Ljósmynd/RF

Það var heldur bjartara yfir aðstæðum á laugardag, hiti fór upp í heilar sex gráður og aðeins lifnaði yfir mönnum og fiskum. Þeir fóru upp frá Hrauni eins og þeir hafa gert nánast á hverju ári frá aldamótum. „Við veiddum Efra-Nesvatn, Hörtnárvatn, Steinatjörn og Neðstavatn. Svo veiddum við líka Hölkná og Nesá.“

Reynir var með þrjá syni sína með sér og notaði tækifærið til að kenna þeim meðal annars andstreymisveiði. „Við fundum góðan hyl í ánni og þar settum við undir pínulítið Pheasant Tail-afbrigði. Þessi púpa var afbrigði og virkaði svona líka vel. Lönduðum sjö flottum fiskum á stuttum tíma. Púpurnar voru líka orðnar að nánast engu. Það var búið að tyggja þær nokkrum sinnum. Við vorum búnir að skoða hvað fiskurinn var að éta og það voru mýpúpur, þannig að hann hélt áfram að taka þessar púpur þótt þær væru orðnar eyddar.“

Reynir Friðriksson segir aðstæður hafa verið býsna krefjandi og í …
Reynir Friðriksson segir aðstæður hafa verið býsna krefjandi og í raun náðu þeir bara að veiða laugaraginn. Ljósmynd/Aðsend

Reynir sagði að urriðinn hefði verið virkilega vel haldinn og hann hefur bara sjaldan séð hann svona vel í holdum. Bleikjan aftur var enn sem komið er mjóslegnari fannst honum.

Svanur Jóhann velur púpu. Pheasant Tail afbrigði gerði gæfumuninn, enda …
Svanur Jóhann velur púpu. Pheasant Tail afbrigði gerði gæfumuninn, enda vissu þeir að fiskurinn var að éta mýpúpur. Ljósmynd/RF

„Þetta er svona með lakari veiði sem við höfum gert þarna. En aðstæður voru nokkuð sérstakar, bæði veðrið og hluti af vötnunum var gruggugur út af rokinu. Menn hafa alveg verið að gera misjafna veiði þarna í vor. Allt frá því að veiða vel og yfir í það að vera bara frekar erfitt,“ upplýsti Reynir.

Þrátt fyrir kulda og rysjótt veður var ferðin frábær og sannkölluð stráka- og feðgaferð.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert