Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl

Fyrsti laxinn hefur veiðst í Mýrarkvísl. Það var Matthías Þór …
Fyrsti laxinn hefur veiðst í Mýrarkvísl. Það var Matthías Þór Hákonarson sem landaði þessari 75 sentímetra hrygnu. Ljósmynd/MÞH

Fyrsti laxinn veiddist í Mýrarkvísl í dag. Falleg 75 sentímetra hrygna veiddist í Nafarhyl, sem er veiðistaður númer 26. Meðal þeirra sem voru við veiðar í dag var leigutakinn Matthías Þór Hákonarson og það var einmitt hann sem landaði fyrsta laxinum.

Þeir félagar urðu varir við lax í veiðistað númer 15. „Kom upp í flugu hjá makkernum en hékk ekki á,“ segir Matthías á facebooksíðu sinni.

Losað úr. Vonandi veit þetta á gott upp á framhaldið …
Losað úr. Vonandi veit þetta á gott upp á framhaldið því Mýrarkvísl er þekkt fyrir að vera síðsumarsá. Ljósmynd/MÞH

Þetta er óvenju snemmt fyrir fyrsta laxinn í Mýrarkvísl enda flokkast hún sem hefðbundin síðsumarsá.

Birtingurinn sem veiddist þann 13. á Stöðvarbreiðu.
Birtingurinn sem veiddist þann 13. á Stöðvarbreiðu. ljósmynd/SVFR

Þá greinir Stangaveiðifélag Reykjavíkur frá því að fyrsti nýgengni sjóbirtingurinn á þessari vertíð hafi veiðst í Varmá hinn 13. júní. Það var Sigurður Þór Einarsson sem landaði honum á Stöðvarbreiðu og mældist hann 75 sentímetrar. Haft er eftir Sigurði að hann hafi verið með hjartað í buxunum, enda með púpu númer 14 og átta punda taum. En þetta hafðist.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert