Þrír laxar úr Hítará á opnunardegi

Rannveig Sigfúsdóttir með fyrsta lax sumarsins úr Breiðinni, 75 sentimetra …
Rannveig Sigfúsdóttir með fyrsta lax sumarsins úr Breiðinni, 75 sentimetra hrygnu, og það má sjá að þeim er báðum kalt. Ljósmynd/OD

Veiði er hafin í Hítará og komu þar þrír laxar á land í dag. Þetta er svipaður opnunardagur og í fyrra þegar einmitt þrír laxar voru bókaðir fyrsta dag. Laxarnir sem veiddust komu á Breiðinni sem er einn þekktasti veiðistaður Hítarár.

Orri Dór leigutaki sagði í samtali við Sporðaköst að aðstæður hefðu verið virkilega krefjandi. „Mjög hvasst og kalt í veðri,“ upplýsti Orri Dór um opnunarveðrið.

Smálax. Þessi veiddist líka á Breiðinni og tók þessi Green …
Smálax. Þessi veiddist líka á Breiðinni og tók þessi Green but. Aftur er það Rannveig sem landaði. Ljósmynd/OD

Laxarnir sem náðust voru tveir á Breiðinni og einn í Skiphyl. Að sögn Orra Dórs sáu veiðimenn fiska í Kverk, Steinabroti og Steinastreng.

Nokkuð veiddist af silungi í opnun og var því líka fagnað af veiðimönnum. 

Athygli vekur að sami veiðimaður, Rannveig Sigfúsdóttir landaði öllum þremur löxunum. Tveir tóku Green but og sá þriðji tók Iðu. 

Vonandi veit þetta á skemmtilega tíma í Hítará og víðar á Vesturlandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Laxá í Aðaldal Magni Jónsson 2. ágúst 2.8.
100 cm Selá í Vopnafirði Tim Dyer 1. ágúst 1.8.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.

Skoða meira