Uppgjör stóra opnunardagsins

Stefán Ákason með fyrsta laxinn úr Laxá í Aðaldal. 84 …
Stefán Ákason með fyrsta laxinn úr Laxá í Aðaldal. 84 sentímetra hrygna. Ljósmynd/Aðsend

Margar af stóru laxveiðiánum voru opnaðar í dag. Gæðum var misskipt, en heilt yfir má segja að áframhald hafi verið á rólegum opnunum. Laxá í Aðaldal var opnuð eftir hádegi. Þar komu tveir laxar á land og var það sami veiðimaður, Stefán Ákason, sem landaði báðum og fengust þeir fyrir neðan Æðarfossa. Annar í Sjávarholu og hinn í Miðfellspolli. Báðir laxarnir voru 84 sentímetra hrygnur.

Stefán var að gera góða hluti í Laxá í Aðaldal. …
Stefán var að gera góða hluti í Laxá í Aðaldal. Aftur 84 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

Árni Pétur Hilmarsson, annar umsjónarmaður Laxár í Aðaldal, sagði í samtali við Sporðaköst að fyrir utan þessa tvo sem komu á landhafi stór lax sloppið í Beygjunni og einnig flottur fiskur í Grástraumi sem hafði betur í viðureign við veiðimann.

Víðidalsá fór fram úr væntingum og var fimm löxum landað og varð vart við lax á öllum svæðum. „Ég er mjög sáttur við daginn og sérstaklega var ég ánægður með að sjá hvað neðsta svæðið var líflegt og þar voru menn að setja í laxa og missa og við fengum lúsugan lax í kvöld og það segir mér að það séu fiskar að ganga,“ sagði Jóhann Hafnfjörð Rafnsson í samtali við Sporðaköst.

Fyrsti laxinn úr Deildará. Tveir fiskar fengust þar á opnunardegi.
Fyrsti laxinn úr Deildará. Tveir fiskar fengust þar á opnunardegi. Ljósmynd/Aðsend

Vatnsdalsá var opnuð eftir hádegi og sáust laxar á neðri hluta árinnar en engum fiski var landað.

Veiði hófst í Elliðaánum í Reykjavík í dag og fyrri vaktin núllaði. Eftir hádegi kom allavega einn fiskur á land og veiddi Björn H. Björnsson fiskinn en Amare Jón landaði honum. Laxinn var 59 sm og tók svarta Zeldu.

Fyrsti laxinn úr Elliðaánum. Björn veiðimaður og Amare aðstoðarmaður með …
Fyrsti laxinn úr Elliðaánum. Björn veiðimaður og Amare aðstoðarmaður með laxinn. Ljósmynd/Aðsend


 

Deildará á Sléttu var opnuð í dag og þar komu tveir laxar á land. Steingrímur Friðriksson landaði þeim fyrsta og mældist hann 82 sentímetrar og veiddist í Sprekaneshyl. Þá kom smálax úr Holtunum, sem Ilmur María Þórarinsdóttir landaði. Mædlist hann 62 sentímetrar og var maríulax.

Ilmur María Þórarinsdóttir með maríulaxinn sinn úr Deildará. Ilmur er …
Ilmur María Þórarinsdóttir með maríulaxinn sinn úr Deildará. Ilmur er 13 ára og fékk fullt af silungi líka. Ljósmynd/Þórarinn
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert