Vatnsdalurinn kominn á blað

Gréta Haraldsdóttir með fyrsta Vatnsdalsárlax sumarsins. Mældist 86 sentímetra.
Gréta Haraldsdóttir með fyrsta Vatnsdalsárlax sumarsins. Mældist 86 sentímetra. Ljósmynd/BKR

Fyrsti laxinn veiddist í Vatnsdalsá í morgun og sett var í fleiri. Opnun fór rólega af stað eins og svo víða í sumar. Flestir leigutakar horfa nú til þess að sterkar smálaxagöngur bjargi þessu sumri. 

Fyrsti laxinn í Vatnsdal veiddist í Hólakvörn og mældist hann 86 sentímetrar og var veiðimaður Gréta Haraldsdóttir. Fiskurinn tók Haug númer 12. Björn K. Rúnarsson leigutaki sagði í samtali við Sporðaköst að sett hefði verið í fleiri fiska og einnig hefðu sést fiskar á ýmsum stöðum. Hann segist eiga von á því að þetta hressist með komu smálaxins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira